Ákvörðun um að gefa nemanda núll í prófi vegna meints prófsvindls felld úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 17:39 Ákvörðun um að veita nemanda við Háskóli íslands áminningu og núll í einkunn hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun deildarforseta við raunvísindadeild Háskóla Íslands um að gefa nemanda núll í einkunn á lokaprófi í lífrænni efnafræði vegna meints prófsvindls hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun um að veita nemandanum ekki rétt til endurtökuprófs og að veita honum áminningu hefur einnig verið felld úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema sem birtur var í dag. Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira
Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Sjá meira