Innlent

Full staðkennsla í MH frá og með mánaðamótum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Febrúar verður venjulegasti mánuðurinn í langan tíma fyrir nemendur og kennara við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Febrúar verður venjulegasti mánuðurinn í langan tíma fyrir nemendur og kennara við Menntaskólann við Hamrahlíð. MH

Full staðkennsla samkvæmt stundatöflu verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá og með mánudeginum 1. febrúar. Þetta kemur fram í tölvupósti Steins Jóhannssonar rektors til foreldra og nemenda í gær.

„Ég efast ekki um að það sé langþráð stund að mæta í alla tíma í skólann,“ segir Steinn.

Nýtt fyrirkomulag sé háð því að nemendur, kennarar og starfsfólk virði sóttvarnarreglur og hafi einstaklingsbundnar sóttvarnir í fyrirrúmi. Nemendur þurfa áfram að nota mismunandi innganga þegar þeir koma í skólann líkt og undanfarnar vikur.

„Það verða takmarkanir á því hversu margir geta komið saman í almenningsrýmum, t.d. á Matgarði og Miðgarði. Nær allar stofur verða opnar þannig að í hádeginu geta nemendur verið í kennslustofum (að undanskildum raungreinastofum). Sómalía verður opin en aðeins seldar veitingar og drykkir í lokuðum umbúðum. Nemendur sem eru í gati í stundatöflu eru hvattir til að nýta sér bókasafnið. Ef veður er gott er tilvalið að fara út í hádeginu og viðra sig.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×