Lífið

„Það er alltof mikil stemning hérna“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sjáðu brot úr kántrýþætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 
Sjáðu brot úr kántrýþætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld.  Mynd - Tinna Vibeka

Þátturinn Í kvöld er gigg var í sannkölluðum kántrýbúning á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld. Gestir þáttarins voru söngvarinn Magni Ásgeirsson ásamt hljómsveitinni Sycamore Tree sem skipuð er þeim Ágústu Evu og Gunna Hilmars. 

Gestirnir léku sér að því að færa lög yfir í kántrýstílinn með tilheyrandi sveiflu og suðurríkjahreim og var útkoman sannkölluð veisla. 

Hér má sjá brot af stemningunni þar sem Ágústa Eva og Magni lifa sig inn í kántrýheiminn eins og þau hafi aldrei gert neitt annað en að syngja á kúrekakrám og sveitaböllum.

„Það er alltof mikil stemning hérna“ - Heyrist Ingó kalla í miðju lagi og greinilegt að sjá að hann kunni vel við sig í kántrýsveiflunni. 

Klippa: Give Me One Reason - Ágústa Eva og Magni

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 plús. 


Tengdar fréttir

„Þetta er auðvitað bara fáránlega fallega sungið“

Þau voru nokkur Bubbalögin sem gestir Ingó spreyttu sig á í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Söng- og leikkonan Íris Hólm gaf þar ekkert eftir en hér að neðan er hægt að sjá hana syngja Bubbalagið Sumarið er tíminn með miklum krafti og innlifun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.