Lífið

Sjáðu Ágústu Evu og Magna syngja sinn hugljúfa dúett Þar til storminn hefur lægt

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ágústa Eva og Magni heilluðu áhorfendur Í kvöld er gigg með einstaklega hugljúfum flutningi sínum á hollenska eurovisonlaginu Calm After The Storm. 
Ágústa Eva og Magni heilluðu áhorfendur Í kvöld er gigg með einstaklega hugljúfum flutningi sínum á hollenska eurovisonlaginu Calm After The Storm.  Skjáskot

Það var hugljúf kántrý stemning í þættinum Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Gestir Ingó voru að þessu sinni söngvarinn Magni Ásgeirsson og hljómsveitin Sycamore Tree sem skipuð er þeim Ágústu Evu og Gunna Hilmars.  

Hér má sjá Ágústu Evu og Magna flytja íslenska útgáfu hollenska eurovisionlagsins Calm After The Storm sem sigraði keppnina árið 2014. Á íslensku heitir lagið, Þar til storminn hefur lægt og mætti kannski segja að lagið eigi einkar vel við nú á tímum. 

Klippa: Þar til að storminn hefur lægt - Ágústa Eva og Magni

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2 plús. 


Tengdar fréttir

„Þetta er auðvitað bara fáránlega fallega sungið“

Þau voru nokkur Bubbalögin sem gestir Ingó spreyttu sig á í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Söng- og leikkonan Íris Hólm gaf þar ekkert eftir en hér að neðan er hægt að sjá hana syngja Bubbalagið Sumarið er tíminn með miklum krafti og innlifun.

Bjössi Sax stal senunni með laginu Careless Whisper

 Saxófónleikarinn og gleðipinninn Bjössi Sax lét ekki sitt eftir liggja síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg sem er á dagskrá Stöðvar 2. Mikið líf og fjör var í þættinum og sannkölluð partýstemmning á meðal gesta. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×