„Þegar ég lendi í flóðinu þá er ég upp að hnjám þegar það stoppar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 11:07 Aðstæður á Öxnadalsheiði voru erfiðar í gærkvöldi. Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. Til allrar lukku hafi farið betur en á horfðist en snjóflóðið náði Hannesi upp að hnjám, en hann var í óða önn ásamt þremur öðrum við að moka upp fjölskyldubíl sem sat fastur í skafli þegar flóðið féll. „Aðstæður voru þannig að það var bara vetrarfæri, frekar lélegt skyggni. Við erum á leiðinni suður til Reykjavíkur, ákváðum að skreppa suður, en komumst í Varmahlíð en þar ákváðum við að snúa við. Það var engin skynsemi í því að halda áfram. Þá vorum við raunverulega nýbúin að fara yfir Öxnadalsheiðina, þá var allt í góðu lagi, og erum að snúa við og fara aftur norður og erum komin upp fyrir Grjótána, svona fimm hundruð metra til kílómetra frá toppnum, þá komum við að skafli og það er fastur bíll í skaflinum,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Vegagerðina og upplýst um stöðuna og mælt með því að heiðinni yrði lokað svo fleiri bílar myndu ekki koma upp á heiðina en hann og samferðafólk hans hafi ekki komist fram hjá bílnum sem sat fastur í skaflinum. „Þá segir hann við okkur þegar ég hringi í Vegagerðina, klukkan 20:54, að það sé merki þarna uppi á heiðinni, að þar sé þá bíll,“ segir Hannes. Hann hafi svo hringt aftur nokkrum mínútum síðar og fær þá þær upplýsingar að merkið hafi ekki verið rétt og að viðkomandi starfsmaður Vegagerðarinnar hafi verið farinn heim. Nokkrir bílar hafi bæst í röðina en heiðinni þó ekki lokað strax. Þá var þeim ráðlagt að hringja í Neyðarlínuna til að kalla eftir aðstoð þar sem Vegagerðin hafi ekki tök á að senda bíl á staðinn til aðstoðar. Viðbrögð lögreglu til fyrirmyndar „Ég fæ samband við Neyðarlínuna og hún gefur mér samband við lögregluna og þeir segja bara strax við mig að þeir sendi bíl upp eftir og það stóðst allt saman,“ segir Hannes. „Þeir stóðu sig alveg frábærlega.“ Þegar klukkan var um hálf tíu hringdi Hannes aftur í Vegagerðina og þá var ekki ennþá búið að loka veginum og enn fjölgaði bílum í röðinni. Það hafi ekki verið fyrr en um hálfellefu sem þeim hafi tekist að komast í gegnum skaflinn. „Þá erum við búin að moka okkur í gegnum skaflinn. En snjóflóðið fellur á okkur bara rétt um tíu leytið. Við erum þarna fjórir, við erum búin að draga bílinn út úr skaflinum, og erum að koma þessum jeppa í gegnum skaflinn,“ útskýrir Hannes. „Klukkan 22:05 hringi ég í lögregluna og tilkynni þeim það að það hafi fallið snjóflóð á okkur. En við höfum alveg sloppið, guði sé lof,“ segir Hannes. Þá hafi björgunarsveitin verið kölluð út og voru hópar sendir af stað sitt hvoru megin heiðarinnar. Eyrun fylltust af snjó „En þá erum við við það að vera komin í gegnum skaflinn en flóðið er sirka fjörutíu sentímetrar til meter. Þegar ég lendi í flóðinu þá er ég upp að hnjám þegar það stoppar. Húfan fýkur hjá mér og eyrun á mér fyllast af snjó og ég skyldi ekkert hvað var í gangi. Það var algjört hljóð, rétt á undan áður en að flóðið kom. Svo kom bara höggbylgjan á okkur og kögglar og allt í kring,“ segir Hannes. Viðstaddir hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað var að gerast, ekki fyrr en aðeins eftir að flóðið var gengið yfir. „Þegar ég horfði upp í hlíðina þá sýndist mér flóðið vera á milli tvö og þrjú hundruð metra breitt. En þar sem við stóðum þá var það kannski um hundrað metrar, rétt í kringum okkur, og fór sem sagt yfir okkur og aðeins niður fyrir veg. Og flóðið náði aðeins upp á hurðar á bílnum. Það var einn bíll sem lenti í flóðinu, með okkur fjórum sem vorum úti að moka. Og það var fjölskyldufólk í bílnum,“ útskýrir Hannes. Það hafi verið mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það náttúrlega vissi enginn hvað var að koma þarna niður. Við vissum ekkert hvort þetta var meters þykkt flóð eða tíu metra þykkt flóð. Það er það sem enginn veit. Þannig að það var bara Guðs og lukka að svona fór,“ segir Hannes. Vinnubrögð Vegagerðarinnar komi á óvart Hann kveðst undrandi yfir því hversu seint Vegagerðin hafi tekið ákvörðun um að loka heiðinni. Þegar hann hafi hringt fyrst hafi hann kallað eftir því að heiðinni yrði lokað og Vegagerðin hafi móttekið þau skilaboð. „Ég hringi tvisvar eftir þetta og það er ekkert, það er sem sagt fjólublátt, sem er þæfingur. Þeir setja ekki rautt eða svart á hana um að hún sé þungfær þótt að ég sé búin að segja þeim að hún sé ófær og er ég nú búin að keyra yfir þessa heiði ansi mörgum sinnum,“ segir Hannes. Hann hafi ekið heiðina sex til sjö sinnum, bara í þessari viku. Þá sé hann meðvitaður um að fleiri en hann hafi haft samband við Vegagerðina. „Mér persónulega finnst þetta bara fyrir neðan allar hellur. En ég náttúrlega get ekki svarað fyrir þeirra vinnubrögð, það eru þeirra yfirmenn sem stjórna því hvernig það er,“ segir Hannes. Hann ítrekar þó að viðbrögð lögreglunnar hafi verið til fyrirmyndar. Vetrarþjónustu á heiðinni lauk klukkan 21:30 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. Fréttin hefur verið uppfærð. Umferðaröryggi Akrahreppur Hörgársveit Samgöngur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Aðstæður voru þannig að það var bara vetrarfæri, frekar lélegt skyggni. Við erum á leiðinni suður til Reykjavíkur, ákváðum að skreppa suður, en komumst í Varmahlíð en þar ákváðum við að snúa við. Það var engin skynsemi í því að halda áfram. Þá vorum við raunverulega nýbúin að fara yfir Öxnadalsheiðina, þá var allt í góðu lagi, og erum að snúa við og fara aftur norður og erum komin upp fyrir Grjótána, svona fimm hundruð metra til kílómetra frá toppnum, þá komum við að skafli og það er fastur bíll í skaflinum,“ segir Hannes í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft samband við Vegagerðina og upplýst um stöðuna og mælt með því að heiðinni yrði lokað svo fleiri bílar myndu ekki koma upp á heiðina en hann og samferðafólk hans hafi ekki komist fram hjá bílnum sem sat fastur í skaflinum. „Þá segir hann við okkur þegar ég hringi í Vegagerðina, klukkan 20:54, að það sé merki þarna uppi á heiðinni, að þar sé þá bíll,“ segir Hannes. Hann hafi svo hringt aftur nokkrum mínútum síðar og fær þá þær upplýsingar að merkið hafi ekki verið rétt og að viðkomandi starfsmaður Vegagerðarinnar hafi verið farinn heim. Nokkrir bílar hafi bæst í röðina en heiðinni þó ekki lokað strax. Þá var þeim ráðlagt að hringja í Neyðarlínuna til að kalla eftir aðstoð þar sem Vegagerðin hafi ekki tök á að senda bíl á staðinn til aðstoðar. Viðbrögð lögreglu til fyrirmyndar „Ég fæ samband við Neyðarlínuna og hún gefur mér samband við lögregluna og þeir segja bara strax við mig að þeir sendi bíl upp eftir og það stóðst allt saman,“ segir Hannes. „Þeir stóðu sig alveg frábærlega.“ Þegar klukkan var um hálf tíu hringdi Hannes aftur í Vegagerðina og þá var ekki ennþá búið að loka veginum og enn fjölgaði bílum í röðinni. Það hafi ekki verið fyrr en um hálfellefu sem þeim hafi tekist að komast í gegnum skaflinn. „Þá erum við búin að moka okkur í gegnum skaflinn. En snjóflóðið fellur á okkur bara rétt um tíu leytið. Við erum þarna fjórir, við erum búin að draga bílinn út úr skaflinum, og erum að koma þessum jeppa í gegnum skaflinn,“ útskýrir Hannes. „Klukkan 22:05 hringi ég í lögregluna og tilkynni þeim það að það hafi fallið snjóflóð á okkur. En við höfum alveg sloppið, guði sé lof,“ segir Hannes. Þá hafi björgunarsveitin verið kölluð út og voru hópar sendir af stað sitt hvoru megin heiðarinnar. Eyrun fylltust af snjó „En þá erum við við það að vera komin í gegnum skaflinn en flóðið er sirka fjörutíu sentímetrar til meter. Þegar ég lendi í flóðinu þá er ég upp að hnjám þegar það stoppar. Húfan fýkur hjá mér og eyrun á mér fyllast af snjó og ég skyldi ekkert hvað var í gangi. Það var algjört hljóð, rétt á undan áður en að flóðið kom. Svo kom bara höggbylgjan á okkur og kögglar og allt í kring,“ segir Hannes. Viðstaddir hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað var að gerast, ekki fyrr en aðeins eftir að flóðið var gengið yfir. „Þegar ég horfði upp í hlíðina þá sýndist mér flóðið vera á milli tvö og þrjú hundruð metra breitt. En þar sem við stóðum þá var það kannski um hundrað metrar, rétt í kringum okkur, og fór sem sagt yfir okkur og aðeins niður fyrir veg. Og flóðið náði aðeins upp á hurðar á bílnum. Það var einn bíll sem lenti í flóðinu, með okkur fjórum sem vorum úti að moka. Og það var fjölskyldufólk í bílnum,“ útskýrir Hannes. Það hafi verið mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það náttúrlega vissi enginn hvað var að koma þarna niður. Við vissum ekkert hvort þetta var meters þykkt flóð eða tíu metra þykkt flóð. Það er það sem enginn veit. Þannig að það var bara Guðs og lukka að svona fór,“ segir Hannes. Vinnubrögð Vegagerðarinnar komi á óvart Hann kveðst undrandi yfir því hversu seint Vegagerðin hafi tekið ákvörðun um að loka heiðinni. Þegar hann hafi hringt fyrst hafi hann kallað eftir því að heiðinni yrði lokað og Vegagerðin hafi móttekið þau skilaboð. „Ég hringi tvisvar eftir þetta og það er ekkert, það er sem sagt fjólublátt, sem er þæfingur. Þeir setja ekki rautt eða svart á hana um að hún sé þungfær þótt að ég sé búin að segja þeim að hún sé ófær og er ég nú búin að keyra yfir þessa heiði ansi mörgum sinnum,“ segir Hannes. Hann hafi ekið heiðina sex til sjö sinnum, bara í þessari viku. Þá sé hann meðvitaður um að fleiri en hann hafi haft samband við Vegagerðina. „Mér persónulega finnst þetta bara fyrir neðan allar hellur. En ég náttúrlega get ekki svarað fyrir þeirra vinnubrögð, það eru þeirra yfirmenn sem stjórna því hvernig það er,“ segir Hannes. Hann ítrekar þó að viðbrögð lögreglunnar hafi verið til fyrirmyndar. Vetrarþjónustu á heiðinni lauk klukkan 21:30 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Umferðaröryggi Akrahreppur Hörgársveit Samgöngur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira