Fyrsta tilkynningin um þjófnað barst klukkan tíu í gærkvöldi, samkvæmt dagbók lögreglu, sú næsta skömmu fyrir klukkan tvö í nótt og sú þriðja skömmu fyrir þrjú. Í fyrstu tvö skiptin var bæði um tvo aðila að ræða. Það er að segja að lögreglan var kölluð til í tvö skipti vegna fjögurra þjófa.
Í þriðja skiptið var þjófurinn meinti í tökum öryggisvarða. Lögreglunni barst svo einnig tilkynning um þjófnað í annarri verslun í Garðabæ skömmu fyrir miðnætti.
Þá var maður handtekinn í miðbænum í gærkvöldi vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangageymslu.
Lögreglan handtók einnig mann í annarlegu ástandi á heimili í Hafnarfirði sem er grunaður um eignaspjöll og brot á barnaverndarlögum. Hann var vistaður í fangageymslu og segir lögreglan að málið sé unnið með Barnavernd.
Þrír bílar voru stöðvaðir í Breiðholti í nótt þar sem ökumenn reyndust án ökuréttinda. Tveir þeirra höfðu verið sviptir þeim og einn var ekki með gild réttindi. Þetta var í fimmta sinn sem sá síðastnefndi er gómaður við akstur án gildra réttinda.