„Við máttum ekki alveg við þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2021 21:00 Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ. Vísir/arnar Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í tilkynningu til stúdenta og starfsfólks í dag að skýrari mynd sé að komast á afleiðingar vatnstjónsins. Skrifstofu- og kennslurými á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli verði ónothæf næstu mánuði. Þá er vonast til að komið verði á rafmagni og netsambandi í Gimli um helgina. Bóksala stúdenta og Háma á Háskólatorgi opnuðu á ný í dag en ekki er reiknað með að hægt verði að opna Stúdentakjallarann fyrr en á þriðjudag. Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs segir að það hafi verið mikið áfall að sjá hversu illa útleikið húsnæði skólans er eftir lekann. „En maður var rosalega bjartsýnn fyrir vormisserið, að þetta væri allt að komast í eðlilegt horf eins og maður myndi orða það. Manni líður eins og það sé búið að vera mikil óvissa rosalega lengi út af samfélagsástandinu og mikill rússíbani. Við máttum ekki alveg við þessu. Þannig að þetta er mjög erfitt fyrir HÍ-hjartað,“ segir Isabel. Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki.Vísir/Arnar Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki sem unnið hefur að hreinsunarstarfi í dag, segir verkefnið vandasamt en telur þó að búið sé að ná ágætlega utan um það. „Þetta lítur bara mjög vel út núna á öðrum degi. Þá myndi ég segja að við hefðum náð mjög góðum árangri í því að kortleggja rakann,“ Nú sé mikilvægast að þurrka veggi svo ekki þurfi að rífa þá niður. Af því myndi hljótast mikið rask. En þið hafið séð það svartara en hér? „Jú, jú, við höfum alveg séð það svartara og erum alltaf mjög upplitsdjarfir í þessum verkefnum.“ Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32 Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í tilkynningu til stúdenta og starfsfólks í dag að skýrari mynd sé að komast á afleiðingar vatnstjónsins. Skrifstofu- og kennslurými á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli verði ónothæf næstu mánuði. Þá er vonast til að komið verði á rafmagni og netsambandi í Gimli um helgina. Bóksala stúdenta og Háma á Háskólatorgi opnuðu á ný í dag en ekki er reiknað með að hægt verði að opna Stúdentakjallarann fyrr en á þriðjudag. Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs segir að það hafi verið mikið áfall að sjá hversu illa útleikið húsnæði skólans er eftir lekann. „En maður var rosalega bjartsýnn fyrir vormisserið, að þetta væri allt að komast í eðlilegt horf eins og maður myndi orða það. Manni líður eins og það sé búið að vera mikil óvissa rosalega lengi út af samfélagsástandinu og mikill rússíbani. Við máttum ekki alveg við þessu. Þannig að þetta er mjög erfitt fyrir HÍ-hjartað,“ segir Isabel. Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki.Vísir/Arnar Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki sem unnið hefur að hreinsunarstarfi í dag, segir verkefnið vandasamt en telur þó að búið sé að ná ágætlega utan um það. „Þetta lítur bara mjög vel út núna á öðrum degi. Þá myndi ég segja að við hefðum náð mjög góðum árangri í því að kortleggja rakann,“ Nú sé mikilvægast að þurrka veggi svo ekki þurfi að rífa þá niður. Af því myndi hljótast mikið rask. En þið hafið séð það svartara en hér? „Jú, jú, við höfum alveg séð það svartara og erum alltaf mjög upplitsdjarfir í þessum verkefnum.“
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32 Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32
Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12
Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum