Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2021 16:01 Jón Baldvin Hannibalsson mætti í Silfrið hjá Ríkisútvarpinu á sínum tíma og svaraði fyrir ásakanir kvenna um að hann hefði beitt þær kynferðisofbeldi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. Ástæðan er sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerðist ekki þörf að endurflytja málið og dómari þarf að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og vísaði Landsréttur því málinu aftur heim í hérað þar sem málflutningur um frávísun fer fram á nýjan leik. Jón Baldvin var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið utanklæða og niður eftir rassi hennar þegar hún var gestur á heimili hans á Spáni í júní 2018. Samkvæmt ákærðu taldist brotið varða við ákvæði laga um kynferðislega áreitni. Carmen steig sjálf fram og sagði frá reynslu sinni af málinu í fjölmiðlum árið 2019. Jón Baldvin greindi svo frá ákærunni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í september í fyrra. Hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett. Carmen krafði Jón Baldvin um eina milljón króna í miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem sé sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Málinu var því vísað frá dómi en þá niðurstöðu kærði héraðssaksóknari til Landsréttar. Niðurstaðan er að málið verði endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ástæðan er sú að lengri tími en fjórar vikur liðu frá því að munnlegum málflutningi um frávísunarkröfuna lauk og þar til úrskurðurinn var kveðinn upp. Þegar þannig stendur á þurfa málsaðilar að fallast á að þess gerðist ekki þörf að endurflytja málið og dómari þarf að vera sammála málsaðilum. Það var ekki gert og vísaði Landsréttur því málinu aftur heim í hérað þar sem málflutningur um frávísun fer fram á nýjan leik. Jón Baldvin var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur með því að hafa strokið utanklæða og niður eftir rassi hennar þegar hún var gestur á heimili hans á Spáni í júní 2018. Samkvæmt ákærðu taldist brotið varða við ákvæði laga um kynferðislega áreitni. Carmen steig sjálf fram og sagði frá reynslu sinni af málinu í fjölmiðlum árið 2019. Jón Baldvin greindi svo frá ákærunni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í september í fyrra. Hann hefur ætíð neitað sök og hefur haldið því fram að atvikið á Spáni hafi verið sviðsett. Carmen krafði Jón Baldvin um eina milljón króna í miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að ákæruvaldið hefði byggt mál sitt á því að háttsemin sem Jóni Baldvin var gefið að sök væri refsiverð eftir spænskum lögum og vísað til tiltekinnar lagagreinar, sem sé sambærileg íslenskri lagagrein. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari taldi hins vegar að spænska ákvæðið gæti ekki talist sambærilegt íslenska ákvæðinu. Það væri „útilokað eða a.m.k. verulegur vafi“ á því að spænska lagagreinin ætti við um meinta háttsemi Jóns Baldvins. Þar sem ekki lægi heldur fyrir gild yfirlýsing frá spænskum yfirvöldum um að háttsemin sé refsiverð samkvæmt spænskum lögum ætti Jón Baldvin að njóta vafans. Málinu var því vísað frá dómi en þá niðurstöðu kærði héraðssaksóknari til Landsréttar. Niðurstaðan er að málið verði endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52 Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ákæru um kynferðisbrot á hendur Jóni Baldvin vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá ákæru á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra um kynferðisbrot. 7. janúar 2021 14:52
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15