Lífið

Glaston­bury-há­tíðin aftur blásin af

Atli Ísleifsson skrifar
Glastonbury-hátíðin er ein fjölsóttasta tónlistarhátíð heims.
Glastonbury-hátíðin er ein fjölsóttasta tónlistarhátíð heims. Getty/Andrew Holt

Aðstandendur Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar hafa tilkynnt að hátíðin, sem átti að fara fram í sumar, hafi verið blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Frá þessu er greint á heimasíðu hátíðarinnar. Þar segir að þeir miðar sem hafi verið seldir á hátíðina í ár muni gilda á hátíðinni sem nú er fyrirhuguð sumarið 2022. Einnig þurfti að fresta hátíðinni síðasta sumar, 2020, vegna heimsfaraldursins.

Glastonbury-hátíðin, sem fram fer í Somerset í Vestur-Englandi, var fyrst haldin árið 1970 og hefur að undanförnu staðið í fimm daga. Átti hún að fara fram dagana 23. til 27. júní í ár.

Einstök ár hefur hátíðin verið felld niður til að „gefa jörðinni, bænum og skipuleggjendum frí“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×