41 árs gamall markvörður C-deildarliðs stoppaði risana í Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 13:00 Leikmenn Alcoyano fagna sigri á Real Madrid í gær og þar á meðal er markvörðurinn José Juan Figueras sem átti magnaðan leik í gærkvöldi. Getty/Quality Sport Images Ein óvæntasta hetja vikunnar er örugglega spænski markvörðurinn José Juan Figueras. Figueras og félagar í spænska C-deildarliðinu Alcoyano slógu í gær risana í Real Madrid út spænska bikarnum. Þrátt fyrir að enda leikinn tíu á móti ellefu stórstjörnum Real Madrid þá tókst leikmönnum Alcoyano að vinna 2-1 sigur. José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, er 41 árs gamall en hann varði alls tíu skot frá sóknarmönnum Real Madrid í gær. Það er ekki bara aldur Figueras sem gerði afrek hans enn óvæntara heldur einnig sú staðreynd að á meira en tveggja áratuga ferli hans á Spáni þá hefur hann aðeins spilað enn leik í efstu deild. En lo que va de la temporada, ningún arquero protagonizó más atajadas vs. Real Madrid que José Juan Figueras (Alcoyano): fueron 10 en total. Tiene 41 años. pic.twitter.com/OsoSyzs8iZ— SportsCenter (@SC_ESPN) January 20, 2021 Eder Militao kom Real Madrid yfir í leiknum en Jose Solbes jafnaði og tryggði Alcoyano framlengingu. Ramon Lopez var rekinn af velli í framlengingunni áður en Juanan skoraði sigurmarkið á 115. mínútu. „Þetta er draumur. Við höfðum engu að tapa. Þegar þúsund hlutir falla með þér þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Juanan eftir leikinn. Hann skoraði markið mikilvæga en það var markvörðurinn José Juan Figueras sem var hetja liðsins. 41-year-old José Juan Figueras made 10 saves against Real Madrid in the Copa del Rey.He made his debut in 1999 for Ourense and has only ever played one top-flight game in his career.Football, eh? pic.twitter.com/VnPARj5nKA— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Figueras lék sinn fyrsta leik með Valladolid B í spænsku C-deildinni árið 1999. Eini leikur hans í efstu deild var leikur með Celta de Vigo á 2002-03 tímabilinu. Þetta er annað tímabil hans með Alcoyano liðinu. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu og það sem verður að gerast það mun gerast,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Zidane hefur verið harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum en um síðustu helgi mistókst Real Madrid að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir tap á móti Athletic Bilbao í undanúrslitunum. Seguimos haciendo historia pic.twitter.com/0sH4jFRgS2— CD Alcoyano SAD (@CD_Alcoyano) January 20, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Sjá meira
Figueras og félagar í spænska C-deildarliðinu Alcoyano slógu í gær risana í Real Madrid út spænska bikarnum. Þrátt fyrir að enda leikinn tíu á móti ellefu stórstjörnum Real Madrid þá tókst leikmönnum Alcoyano að vinna 2-1 sigur. José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, er 41 árs gamall en hann varði alls tíu skot frá sóknarmönnum Real Madrid í gær. Það er ekki bara aldur Figueras sem gerði afrek hans enn óvæntara heldur einnig sú staðreynd að á meira en tveggja áratuga ferli hans á Spáni þá hefur hann aðeins spilað enn leik í efstu deild. En lo que va de la temporada, ningún arquero protagonizó más atajadas vs. Real Madrid que José Juan Figueras (Alcoyano): fueron 10 en total. Tiene 41 años. pic.twitter.com/OsoSyzs8iZ— SportsCenter (@SC_ESPN) January 20, 2021 Eder Militao kom Real Madrid yfir í leiknum en Jose Solbes jafnaði og tryggði Alcoyano framlengingu. Ramon Lopez var rekinn af velli í framlengingunni áður en Juanan skoraði sigurmarkið á 115. mínútu. „Þetta er draumur. Við höfðum engu að tapa. Þegar þúsund hlutir falla með þér þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Juanan eftir leikinn. Hann skoraði markið mikilvæga en það var markvörðurinn José Juan Figueras sem var hetja liðsins. 41-year-old José Juan Figueras made 10 saves against Real Madrid in the Copa del Rey.He made his debut in 1999 for Ourense and has only ever played one top-flight game in his career.Football, eh? pic.twitter.com/VnPARj5nKA— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Figueras lék sinn fyrsta leik með Valladolid B í spænsku C-deildinni árið 1999. Eini leikur hans í efstu deild var leikur með Celta de Vigo á 2002-03 tímabilinu. Þetta er annað tímabil hans með Alcoyano liðinu. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu og það sem verður að gerast það mun gerast,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Zidane hefur verið harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum en um síðustu helgi mistókst Real Madrid að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir tap á móti Athletic Bilbao í undanúrslitunum. Seguimos haciendo historia pic.twitter.com/0sH4jFRgS2— CD Alcoyano SAD (@CD_Alcoyano) January 20, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Sjá meira