Lífið

Villi reynir aftur við fjölskyldubingó í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vonandi heppnast Bingóið vel að þessu sinni.
Vonandi heppnast Bingóið vel að þessu sinni.

Fjölskyldubingó snýr aftur á Stöð 2 laugardaginn 23. janúar. Vilhelm Anton Jónasson verður bingóstjóri en hann hefur ekki góða reynslu af því að stýra bingói á Stöð 2.

Þann 12. apríl á síðasta ári átti að vera fjölskyldubingó á stöðinni en tölvukerfið hrundi hreinlega og var ekki hægt að senda út þáttinn eins og fyrirhugað var.

Vilhelm lenti aftur á móti í því að vera í beinni útsendingu á Stöð 2 í töluvert langan tíma þar sem hann varð að teygja lopann eins lengi og hann gat, á meðan viðgerð stóð yfir.

Að lokum náðist ekki að koma Bingókerfinu í lag og lauk því útsendingunni eftir að Villi hafði spilað á gítarinn og sungið í um hálftíma.

Nú er búið að gera allskyns prófanir á búnaðnum og ætti útsendingin að heppnast vel á laugardaginn. Hægt verður að nálgast bingóspjöld hér á Vísi þegar nær dregur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.