Lítill hluti ofbeldismála á hendur fötluðu fólki ratar inn í réttarvörslukerfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 10:08 Runólfur Þórhallsson er einn þeirra sem stóð að gerð skýrslunnar. Hann segir að farið verði í frekari rannsóknir og átak til að bæta stöðuna. Vísir/Arnar Talið er að fjöldi fatlaðs fólks hér á landi verði fyrir ofbeldi en að aðeins lítill hluti málanna rati inn í réttarvörslukerfið. Svört skýrsla kom út í dag um ofbeldi gagnvart fötluðum þar sem dregin er sú ályktun að sá hópur njóti ekki sömu réttinda og aðrir í kerfinu. Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður. Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira