Lífið

„Það bara hrundi allt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragga Gísla var gestur í Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 í gær. 
Ragga Gísla var gestur í Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 í gær. 

„Ég var komin með alveg rosalega fínan plötusamning með Jack Magic Orchestra hjá EMI og við spiluðum mikið út um allt í Bretlandi og Þýskalandi og algjör draumur í dós. Ég hefði getað hent mér fyrir björg fyrir þá músík,“ segir tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir sem var gestur Auðuns Blöndal í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Bandið gaf aldrei út plötuna sem var í vinnslu.

„Okkur var droppað. Þetta þótti svolítið flippað dæmi og gaurinn sem var okkar maður, svona gaurinn sem sá um okkur lenti í einhverju hneykslismáli, einhverju eiturlyfja kókaín rugl. Hann var rekinn frá fyrirtækinu og einhver fjögur bönd einnig.“

Ragga segist í raun enn hugsa um þetta í dag.

„Mér fannst þetta svo gaman og svo mikið frelsi að vera gera eitthvað svona með frábæru liði. Ég fékk svo mikið áfall og það datt úr mér allur dampur og bara já ég á ekki að vera í tónlist. Það kom svoleiðis tími að það bara hrundi allt í örugglega svona tvö til þrjú ár.“

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Það bara hrundi alltFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.