Jafnaði, fiskaði Messi út af og lék á trompet í fagnaðarlátunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 14:01 Asier Villalibre blæs í trompetinn. getty/RFEF - Poo Asier Villalibre kom mikið við sögu þegar Athletic Bilbao sigraði Barcelona, 2-3, eftir framlengingu í spænska ofurbikarnum í gær. Hann jafnaði í 2-2, fiskaði Lionel Messi af velli og lék svo á trompet í fagnaðarlátum Bilbæinga eftir leikinn. Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu í leiknum í gær sem fór fram í Sevilla. Forystan entist ekki lengi því á 42. mínútu jafnaði Óscar de Marcos fyrir Athletic Bilbao og staðan í hálfleik var 1-1. Griezmann kom Börsungum öðru sinni yfir á 77. mínútu og það mark virtist ætla að duga þeim til sigurs. En Bilbæingar áttu ás upp í erminni. Á lokamínútunni jafnaði Villalibre fyrir Athletic Bilbao eftir aukaspyrnu frá Iker Munain og því þurfti að framlengja. Villalibre hafði komið inn á sem varamaður á 83. mínútu. Framlengingin var aðeins þriggja mínútna gömul þegar Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir í fyrsta sinn í leiknum, 2-3. HIGHLIGHTS I Relive all the best moments from Athletic's dramatic victory in the #Supercopa 2021 Final. @FCBarcelona 2 -3 #AthleticClub #DenonAmetsa #BiziAmetsa pic.twitter.com/Nt3vNWyiEX— Athletic Club (@Athletic_en) January 18, 2021 Börsungum tókst ekki að skora jöfnunarmark á þeim 27 mínútum sem eftir voru af framlengingunni og mótlætið virtist fara í taugarnar á Messi. Argentínumaðurinn fékk rautt spjald í uppbótartíma framlengingarinnar fyrir að slá til Villalibre. Þetta er í fyrsta sinn sem Messi er rekinn af velli sem leikmaður Barcelona. Leikmenn Athletic Bilbao fögnuðu sigrinum vel og innilega enda ekki á hverjum degi sem Baskarnir vinna titil. Villalibre spilaði meðal annars á trompet í fagnaðarlátunum eins og sjá má hér fyrir neðan. ! #DenonAmetsa #BiziAmetsa #AthleticClub pic.twitter.com/2F1NmCVmEt— Athletic Club (@Athletic_en) January 17, 2021 Þetta er í þriðja sinn sem Athletic Bilbao fagnar sigri í spænska ofurbikarnum. Liðið vann keppnina einnig 1984 og 2015. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 40. mínútu í leiknum í gær sem fór fram í Sevilla. Forystan entist ekki lengi því á 42. mínútu jafnaði Óscar de Marcos fyrir Athletic Bilbao og staðan í hálfleik var 1-1. Griezmann kom Börsungum öðru sinni yfir á 77. mínútu og það mark virtist ætla að duga þeim til sigurs. En Bilbæingar áttu ás upp í erminni. Á lokamínútunni jafnaði Villalibre fyrir Athletic Bilbao eftir aukaspyrnu frá Iker Munain og því þurfti að framlengja. Villalibre hafði komið inn á sem varamaður á 83. mínútu. Framlengingin var aðeins þriggja mínútna gömul þegar Inaki Williams kom Athletic Bilbao yfir í fyrsta sinn í leiknum, 2-3. HIGHLIGHTS I Relive all the best moments from Athletic's dramatic victory in the #Supercopa 2021 Final. @FCBarcelona 2 -3 #AthleticClub #DenonAmetsa #BiziAmetsa pic.twitter.com/Nt3vNWyiEX— Athletic Club (@Athletic_en) January 18, 2021 Börsungum tókst ekki að skora jöfnunarmark á þeim 27 mínútum sem eftir voru af framlengingunni og mótlætið virtist fara í taugarnar á Messi. Argentínumaðurinn fékk rautt spjald í uppbótartíma framlengingarinnar fyrir að slá til Villalibre. Þetta er í fyrsta sinn sem Messi er rekinn af velli sem leikmaður Barcelona. Leikmenn Athletic Bilbao fögnuðu sigrinum vel og innilega enda ekki á hverjum degi sem Baskarnir vinna titil. Villalibre spilaði meðal annars á trompet í fagnaðarlátunum eins og sjá má hér fyrir neðan. ! #DenonAmetsa #BiziAmetsa #AthleticClub pic.twitter.com/2F1NmCVmEt— Athletic Club (@Athletic_en) January 17, 2021 Þetta er í þriðja sinn sem Athletic Bilbao fagnar sigri í spænska ofurbikarnum. Liðið vann keppnina einnig 1984 og 2015.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn