Innlent

Líneik Anna sækist eftir odd­vita­sæti Fram­sóknar í Norð­austur­kjör­dæmi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins.
Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum sem fram fara í haust.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líneik. Hún skipaði 2. sætið á lista Framsóknar í kjördæminu í kosningunum 2017. Þá leiddi Þórunn Egilsdóttir listann. Hún greindi frá því í liðinni viku að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri en Þórunn glímir við krabbamein.

Í tilkynningu Líneikar kemur fram að hún hafi verið þingmaður Norðausturkjördæmis 2013-2016 og 2017-2021. Áður hafði hún starfað í sveitarstjórnarmálum frá árinu 1998.

Tilkynningu Líneikar má sjá í heild í Facebook-færslunni hér fyrir neðan.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar...

Posted by Líneik Anna Sævarsdóttir on Sunday, January 17, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×