Innlent

Sótt­varnar­brot á veitinga­stað þar sem voru hátt í fimm­tíu gestir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það var í nógu snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.
Það var í nógu snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er.

Í dagbók lögreglu segir að á fimmta tug gesta hafi verið á veitingastaðnum að horfa á íþróttaleik í sjónvarpinu.

Lögreglumenn hafi sett út á fjarlægðarmörk milli borða, óskýr mörk milli hólfa á staðnum, skort á sprittbrúsum og grímuleysi gesta. Lögregla mun skrifa skýrslu um málið.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi rétt eftir klukkan hálfsex í gærkvöldi. Lögregla fór á vettvang og ræddi við málsaðila að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Um klukkan hálftólf voru lögregla og slökkvilið send að íbúðarhúsi í Vogahverfi út af eldi í þvottahúsi. Eldur reyndist vera í þvottavél.

Auk þessa bárust lögreglu tilkynningar um tvö innbrot og eina tilraun til innbrots og þá voru þrír ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.