Lífið

Bjössi Sax stal senunni með laginu Careless Whisper

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Önnur sería tónlistarþáttarins Í kvöld er gigg byrjaði með miklu krafti síðasta föstudagskvöld á Stöð 2. 
Önnur sería tónlistarþáttarins Í kvöld er gigg byrjaði með miklu krafti síðasta föstudagskvöld á Stöð 2.  Mynd - Tinna Vibeka

 Saxófónleikarinn og gleðipinninn Bjössi Sax lét ekki sitt eftir liggja síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg sem er á dagskrá Stöðvar 2. Mikið líf og fjör var í þættinum og sannkölluð partýstemmning á meðal gesta. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá þegar Bjössi byrjar að spila lag George Michael, Careless Whisper. Það var eflaust einhver gestanna sem átti að syngja lagið en það endaði með því að Bjössi sá um flutninginn sjálfur með sinni einskæru snilld. 

Klippa: Careless Whisper - Bjössi Sax

Sveppi sýndi á sér nýja hlið sem poppstjarna í þættinum þar sem hann tók hvern slagarann á fætur öðrum. Hér má sjá hann í feiknastuði þar sem hann syngur brot úr slagaranum Faith með fyrrnefndum George Michael.  

Klippa: Faith - Sveppi


Tengdar fréttir

Lagið Esjan í hugljúfum flutningi Einars Ágústs

Það er óhætt að segja að fyrstu þáttaröðinni af Í kvöld er gigg hafi verið lokið með pompi og prakt. Á nýársdag var sýndur sérstakur áramótaþáttur með einvalaliði tónlistarfólks sem heillaði áhorfendur upp úr skónum með einstökum flutningi og líflegri framkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×