Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. janúar 2021 18:30 Slysið varð í morgun í Skötufirði. Vegfarendum tókst að bjarga konu og barni úr bílnum. Vísir/Hafþór Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. „Það voru þrír í bílnum og vegfarendurnir unnu þrekvirki. Þau komu tveimur úr bílnum, konu og barni. Þetta fólk var ekki með góðum lífsmörkum þannig að þeir hófu endurlífgun,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar. „Þarna sannaði björgunarbátur gildi sitt því að hann kom að aðstoða þennan þriðja sem ekki komst í land og var uppi á þaki bílsins í nokkurn tíma. Björgunarbáturinn gat lagt upp að þaki bílsins og bjargað viðkomandi um borð,“ segir Hlynur. Segir vegfarendur hafa unnið þrekvirki Hlynur segir þátt vegfarenda á slysstað hafi verið mikinn. Ekki er ljóst eins og staðan er núna hve langur tími hafði liðið frá því að slysið varð þar til vegfarendur komu að slysstað. Hlynur segir þó að ekki sé talið að þau hafi verið lengi í bílnum. „Fyrstu tveir komu þarna að og vinna þarna þrekvirki. Svo kemur þriðji þarna að og fjórði og þetta fólk hefur allt staðið sig með miklum ágætum.“ Einn þeirra sem var í bílnum er við ágæta heilsu en tveir eru enn undir læknismeðferð.Vísir/Hafþór Fjölskyldan, par um þrítugt og ungt barn þeirra, voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík. „Einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki,“ segir Hlynur. Fjölskyldan kom til landsins í nótt og var á leið heim til Flateyrar í sóttkví fyrir síðari skimun. Fimmtíu manns komu að björguninni, átján þeirra hafa verið sendir í sóttkví. „Við erum að opna sóttvarnahús hérna á Vestfjörðum fyrir þá sem ekki geta verið heima hjá sér. Við erum að vona að morgundagurinn muni leiða það í ljós hvort að nauðsyn sé á að hafa þetta fólk í einangrun lengur,“ segir Hlynur. Þurftu að færa sig af slysstað til að hringja í neyðarlínuna Símasamband á slysstað var með verra móti. Hlynur segir brýnt að símasamband á Vestfjörðum sé bætt. „Þarna kom í ljós, eins og við höfum reyndar bent á nokkrum sinnum, að símasamband er með stopulum hætti í Ísafjarðardjúpi, sem og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Þarna þurfti fólk að færa sig af slysstað til þess að komast í símasamband. Það er mjög brýnt, öryggisins vegna, að símasamband sé gott á Vestfjörðum eins og alls staðar annars staðar á landinu,“ segir Hlynur. Einn þessara þriggja er við góða heilsu að sögn Hlyns en hinir tveir eru enn undir læknishöndum. „Þessir þremenningar voru fluttir suður með þyrlum Landhelgisgæslunnar og einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki.“ Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Það voru þrír í bílnum og vegfarendurnir unnu þrekvirki. Þau komu tveimur úr bílnum, konu og barni. Þetta fólk var ekki með góðum lífsmörkum þannig að þeir hófu endurlífgun,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar. „Þarna sannaði björgunarbátur gildi sitt því að hann kom að aðstoða þennan þriðja sem ekki komst í land og var uppi á þaki bílsins í nokkurn tíma. Björgunarbáturinn gat lagt upp að þaki bílsins og bjargað viðkomandi um borð,“ segir Hlynur. Segir vegfarendur hafa unnið þrekvirki Hlynur segir þátt vegfarenda á slysstað hafi verið mikinn. Ekki er ljóst eins og staðan er núna hve langur tími hafði liðið frá því að slysið varð þar til vegfarendur komu að slysstað. Hlynur segir þó að ekki sé talið að þau hafi verið lengi í bílnum. „Fyrstu tveir komu þarna að og vinna þarna þrekvirki. Svo kemur þriðji þarna að og fjórði og þetta fólk hefur allt staðið sig með miklum ágætum.“ Einn þeirra sem var í bílnum er við ágæta heilsu en tveir eru enn undir læknismeðferð.Vísir/Hafþór Fjölskyldan, par um þrítugt og ungt barn þeirra, voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík. „Einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki,“ segir Hlynur. Fjölskyldan kom til landsins í nótt og var á leið heim til Flateyrar í sóttkví fyrir síðari skimun. Fimmtíu manns komu að björguninni, átján þeirra hafa verið sendir í sóttkví. „Við erum að opna sóttvarnahús hérna á Vestfjörðum fyrir þá sem ekki geta verið heima hjá sér. Við erum að vona að morgundagurinn muni leiða það í ljós hvort að nauðsyn sé á að hafa þetta fólk í einangrun lengur,“ segir Hlynur. Þurftu að færa sig af slysstað til að hringja í neyðarlínuna Símasamband á slysstað var með verra móti. Hlynur segir brýnt að símasamband á Vestfjörðum sé bætt. „Þarna kom í ljós, eins og við höfum reyndar bent á nokkrum sinnum, að símasamband er með stopulum hætti í Ísafjarðardjúpi, sem og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Þarna þurfti fólk að færa sig af slysstað til þess að komast í símasamband. Það er mjög brýnt, öryggisins vegna, að símasamband sé gott á Vestfjörðum eins og alls staðar annars staðar á landinu,“ segir Hlynur. Einn þessara þriggja er við góða heilsu að sögn Hlyns en hinir tveir eru enn undir læknishöndum. „Þessir þremenningar voru fluttir suður með þyrlum Landhelgisgæslunnar og einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki.“
Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18
Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16
Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05