„Við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:11 Sýnin verða í hádeginu send suður til forgangsgreiningar. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í kvöld. Vísir/Stöð 2 Sjúklingurinn sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þeim sökum hefur sjúkrahúsið á Ísafirði verið fært á hættustig sem þýðir að þjónustan á sjúkrahúsinu verður í lágmarki þar til frekara ljósi verður varpað á stöðuna fyrir vestan. Neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Sýni úr starfsfólki fer með flugi í hádeginu en þau fara í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þess smits sem kom upp á Landspítalanum þá eru nokkrir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og úrvinnslusóttkví og meðan svo er þá raskast starfsemi á þremur deildum hjá okkur talsvert. Það eru röntgendeild, rannsóknardeild og skurð-og slysadeild á Ísafirði og af þeim sökum höfum við sett sjúkrahúsið á hættustig þar til niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir sem ætti að vera seinni partinn í dag eða í kvöld.“ Þetta segir Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrír starfsmenn séu í sóttkví vegna málsins og aðrir þrír í úrvinnslusóttkví. Gylfi segir að stofnunin grípi til þessara aðgerða til að gæta fyllstu varúðar. „Síðan tökum við stöðuna aftur í kvöld þegar niðurstaðan úr þessum sýnatökum liggur fyrir og þá vonumst við til þess að við getum aflétt þessu hættustigi þannig að stofnunin geti farið að starfa frekar eðlilega en þó er fyrirséð að einhver röskun verði á starfsemi einhverra deilda áfram en öryggi sjúklinga eða íbúa er ekki nein hætta búin, eins og staðan er en við viljum bara grípa til þessara aðgerða til að undirstrika það að við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar.“ Gylfi segir málið undirstrika að faraldurinn sé ekki búinn. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til tilslakana á sóttvarnareglum innanlands og að bólusetning sé komin eitthvað á veg sé enn fjöldi fólks sem sé í áhættuhópi sem hafi ekki fengið bólusetningu. „Og þótt það sé búið að bólusetja eitthvað af framlínustarfsfólki þá er enn talsvert af heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur verið bólusett og svo er það þannig að framlínustarfsfólkið er bara búið að fá fyrri skammtinn og þar með er ekki komin þessi fulla vernd sem við vonumst nú til að komi nú á næstu vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Sýni úr starfsfólki fer með flugi í hádeginu en þau fara í forgangsgreiningu á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þess smits sem kom upp á Landspítalanum þá eru nokkrir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og úrvinnslusóttkví og meðan svo er þá raskast starfsemi á þremur deildum hjá okkur talsvert. Það eru röntgendeild, rannsóknardeild og skurð-og slysadeild á Ísafirði og af þeim sökum höfum við sett sjúkrahúsið á hættustig þar til niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir sem ætti að vera seinni partinn í dag eða í kvöld.“ Þetta segir Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í samtali við fréttastofu. Hann segir að þrír starfsmenn séu í sóttkví vegna málsins og aðrir þrír í úrvinnslusóttkví. Gylfi segir að stofnunin grípi til þessara aðgerða til að gæta fyllstu varúðar. „Síðan tökum við stöðuna aftur í kvöld þegar niðurstaðan úr þessum sýnatökum liggur fyrir og þá vonumst við til þess að við getum aflétt þessu hættustigi þannig að stofnunin geti farið að starfa frekar eðlilega en þó er fyrirséð að einhver röskun verði á starfsemi einhverra deilda áfram en öryggi sjúklinga eða íbúa er ekki nein hætta búin, eins og staðan er en við viljum bara grípa til þessara aðgerða til að undirstrika það að við álítum þetta mögulega hættu og gætum fyllstu varúðar.“ Gylfi segir málið undirstrika að faraldurinn sé ekki búinn. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til tilslakana á sóttvarnareglum innanlands og að bólusetning sé komin eitthvað á veg sé enn fjöldi fólks sem sé í áhættuhópi sem hafi ekki fengið bólusetningu. „Og þótt það sé búið að bólusetja eitthvað af framlínustarfsfólki þá er enn talsvert af heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur verið bólusett og svo er það þannig að framlínustarfsfólkið er bara búið að fá fyrri skammtinn og þar með er ekki komin þessi fulla vernd sem við vonumst nú til að komi nú á næstu vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ísafjarðarbær Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16 Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14. janúar 2021 10:16
Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. 14. janúar 2021 10:39