Lífið

Hafa skipt stóra salnum í Laugum upp í sex svæði og nota sóttvarnarbyssu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Líf ræddi við Brennsluna á FM957 í morgun.
Birgitta Líf ræddi við Brennsluna á FM957 í morgun.

Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class mætti í Brennsluna í morgun á FM957 og ræddi þar opnun líkamsræktarstöðva.

Nú er leyfilegt að halda úti hópatímum í líkamsræktarstöðvum landsins.

„Við erum ekkert smá glöð að geta haft opið. Þegar ég skoðaði skráninguna í gær var stútfullt í allt,“ segir Birgitta Líf.

„Það er kannski leiðinlegt að það þurfi að vera svona mikla takmarkanir en það komast allir að á endanum. Við erum búin að skipta stóra æfingasalnum í sex sali, það svæði.“

Birgita segir að allir þurfi að bóka sig í tíma fyrir fram á vefnum.

„Það fara bara tuttugu manns inn í hvern tíma. Í æfingasalnum er alltaf einn þjálfari á hverjum stað og við erum búin að skipta salnum upp í styrktarþjálfun og þolþjálfun. Það er mjög vel hugað að öllum sóttvörnum. Svo vorum við að kaupa svona sótthreinsibyssu og það er alltaf verið að úða yfir allt.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.