Innlent

Öll sýni annarra sjúklinga reyndust neikvæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Byggingarframkvæmdir við nýjann spítala í Reykjavík
Byggingarframkvæmdir við nýjann spítala í Reykjavík Vísir/Vilhelm

Enginn annar sjúklingur sem liggur inni á hjartadeild 14 EG í Landspítalanum við Hringbraut er smitaður af Covid-19. Öll sýni sem tekin voru í dag reyndust neikvæð en skimun á starfsfólki deildarinnar stendur enn yfir.

Niðurstöður þeirrar skimunar munu liggja fyrir á morgun, samkvæmt tilkynningu frá Landspítalanum.

Lokað var fyrir innlagnir í dag þegar sjúklingur á hjartadeildinni greindist smitaður en ekki liggur fyrir hvernig viðkomandi smitaðist. Þá var öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum frestað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×