„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 21:22 Gunnar segir óásættanlegt að sjálfseignarstofnanir sem reka sig á fé frá skattgreiðendum fái að viðhafa ógegnsæi og gera samninga hjúpaða leynd. „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Málið snérist um samning sem Þóra gerði við Óperuna um þátttöku í Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í samningnum var vísað til kjarasamnings milli FÍH og Óperunnar frá 2000 en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að upphæðir í samningnum væru endanlegar og ófrávíkjanlegar, þrátt fyrir aukna yfirvinnu og álag. „Það sem mér finnst dómurinn ekki taka tillit til er þessi aðstöðumunur á aðilum,“ segir Gunnar. „Óperan er alvaldur hér; það eru engar óperur settar upp á landinu nema þarna og fólk sem kemst að er ekki í neinni stöðu til að vera með múður. Þetta er eini atvinnuveitandinn; eina tækifærið.“ Fá ekkert aukreitis þrátt fyrir mikið álag Félagafundur Klassís, félags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, lýsti á dögunum yfir vantrausti á stjórn Íslensku óperunnar og óperustjóra, sem hafa neitað því að eiga í deilum við stéttina. Söngvarar segjast hins vegar búnir að fá nóg af Óperunni; stofnun sem þeir settu á laggirnar og hafi notið velvildar þeirra þegar kemur að kaupi og kjörum. Og það eru ekki bara launamálin sem eru deilt er um, heldur hefur Óperan einnig verið gagnrýnd fyrir ógegnsæi og að takmarkaða aðkomu listamanna að stjórnun stofnunarinnar. Í umræddum dómi er komist að þeirri niðurstöðu að samningurinn milli Þóru og Íslensku óperunnar hafi verið verksamningur þar sem var „sannanlega samið um meginatriði í samningssambandinu, þ.e. framlag stefnanda og endurgjald stefnda, sem ekki getur verið ágreiningur um að hafi miðast við það verkefni sem við blasti.“ Þóra ætti því ekki rétt á viðbótargreiðslum samkvæmt kjarasamningnum frá 2000. Gunnar segir Óperuna ítrekað hafa vísað til þess að greiðslur vegna sýninga hafi verið hærri en kjarasamningurinn kveður á um en bendir á að í kjarasamningnum sé að finna lágmarksviðmið. Þá sé orðið ljóst að það gildir engu þótt alls kyns aukaálag komi til, Óperan sé greinilega ekki skyldug til að bæta fyrir það. „Álagið var að ganga frá þessum hóp raddlega,“ segir Gunnar um söngvarana sem tóku þátt í Brúðkaupi Fígarós. „Það eina sem þeir eiga er þetta barkakýli, þessi rödd,“ bætir hann við en æfingatíminn, sem eigi að vera bundinn við 24 tíma á viku, hafi farið yfir 40 tíma. Bíða niðurstöðu um þjóðaróperu Að sögn Gunnars hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að raunvirði og hann nefnir aftur þann aðstöðumun sem sé milli Óperunnar og söngvara, sem séu tilneyddir til að gera verktakasamninga og skuldbinda sig til að halda trúnað um þá. Spurður segist Gunnari ekki kunnugt um hvort nokkrir listamenn við Óperuna séu á eiginlegum ráðningarsamning en honum sýnist til dæmis hafa hallað á hlut kvenna þegar kemur að launakjörum. Hvað framhaldið varðar segir hann FÍH munu beita sér fyrir vitundarvakningu meðal listamanna. Þá sé niðurstöðu nefndar um stofnun þjóðaróperu að vænta í lok mánaðar. „Lilja [Alfreðsdóttir ráðherra] á þakkir skilið fyrir að setja í gang þessa undirbúningsnefnd,“ segir Gunnar. Hann yrði hissa ef það yrði ekki niðurstaðan að stofna þjóðaróperu. „Listheimurinn getur ekki sætt sig við annað en að ástandinu verði breytt,“ segir hann. Menning Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Málið snérist um samning sem Þóra gerði við Óperuna um þátttöku í Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í samningnum var vísað til kjarasamnings milli FÍH og Óperunnar frá 2000 en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að upphæðir í samningnum væru endanlegar og ófrávíkjanlegar, þrátt fyrir aukna yfirvinnu og álag. „Það sem mér finnst dómurinn ekki taka tillit til er þessi aðstöðumunur á aðilum,“ segir Gunnar. „Óperan er alvaldur hér; það eru engar óperur settar upp á landinu nema þarna og fólk sem kemst að er ekki í neinni stöðu til að vera með múður. Þetta er eini atvinnuveitandinn; eina tækifærið.“ Fá ekkert aukreitis þrátt fyrir mikið álag Félagafundur Klassís, félags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, lýsti á dögunum yfir vantrausti á stjórn Íslensku óperunnar og óperustjóra, sem hafa neitað því að eiga í deilum við stéttina. Söngvarar segjast hins vegar búnir að fá nóg af Óperunni; stofnun sem þeir settu á laggirnar og hafi notið velvildar þeirra þegar kemur að kaupi og kjörum. Og það eru ekki bara launamálin sem eru deilt er um, heldur hefur Óperan einnig verið gagnrýnd fyrir ógegnsæi og að takmarkaða aðkomu listamanna að stjórnun stofnunarinnar. Í umræddum dómi er komist að þeirri niðurstöðu að samningurinn milli Þóru og Íslensku óperunnar hafi verið verksamningur þar sem var „sannanlega samið um meginatriði í samningssambandinu, þ.e. framlag stefnanda og endurgjald stefnda, sem ekki getur verið ágreiningur um að hafi miðast við það verkefni sem við blasti.“ Þóra ætti því ekki rétt á viðbótargreiðslum samkvæmt kjarasamningnum frá 2000. Gunnar segir Óperuna ítrekað hafa vísað til þess að greiðslur vegna sýninga hafi verið hærri en kjarasamningurinn kveður á um en bendir á að í kjarasamningnum sé að finna lágmarksviðmið. Þá sé orðið ljóst að það gildir engu þótt alls kyns aukaálag komi til, Óperan sé greinilega ekki skyldug til að bæta fyrir það. „Álagið var að ganga frá þessum hóp raddlega,“ segir Gunnar um söngvarana sem tóku þátt í Brúðkaupi Fígarós. „Það eina sem þeir eiga er þetta barkakýli, þessi rödd,“ bætir hann við en æfingatíminn, sem eigi að vera bundinn við 24 tíma á viku, hafi farið yfir 40 tíma. Bíða niðurstöðu um þjóðaróperu Að sögn Gunnars hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að raunvirði og hann nefnir aftur þann aðstöðumun sem sé milli Óperunnar og söngvara, sem séu tilneyddir til að gera verktakasamninga og skuldbinda sig til að halda trúnað um þá. Spurður segist Gunnari ekki kunnugt um hvort nokkrir listamenn við Óperuna séu á eiginlegum ráðningarsamning en honum sýnist til dæmis hafa hallað á hlut kvenna þegar kemur að launakjörum. Hvað framhaldið varðar segir hann FÍH munu beita sér fyrir vitundarvakningu meðal listamanna. Þá sé niðurstöðu nefndar um stofnun þjóðaróperu að vænta í lok mánaðar. „Lilja [Alfreðsdóttir ráðherra] á þakkir skilið fyrir að setja í gang þessa undirbúningsnefnd,“ segir Gunnar. Hann yrði hissa ef það yrði ekki niðurstaðan að stofna þjóðaróperu. „Listheimurinn getur ekki sætt sig við annað en að ástandinu verði breytt,“ segir hann.
Menning Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira