Lífið

„Megi ævintýrin halda áfram á öðrum stað“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg eign í hlíðunum. 
Skemmtileg eign í hlíðunum. 

„Þar sem ævintýrið byrjaði,“ skrifar fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir í stöðufærslu á Facebook en hún og leikstjórinn Bragi Þór Hinriksson hafa sett íbúð sína við Drápuhlíð í hlíðahverfinu á sölu.

„Fyrsta heimilið okkar Braga þar sem tvær sjónvarpsseríur af Lifum lengur urðu til, á annan tug hlaðvarpa fór í loftið, barnabókin Nína Óskastjarna var skrifuð, kvikmyndahandritið af Birtu, myndinni okkar var skrifað og varð að mynd undir leikstjórn Braga og síðast en ekki síst þar sem Jakob Örn augasteinninn okkar kom í heiminn.“

Þar sem ævintýrið byrjaði ....... Fyrsta heimilið okkar Braga þar sem tvær sjónvarpsseríur af Lifum lengur urðu til, á...

Posted by Helga Arnardóttir on Þriðjudagur, 12. janúar 2021

Helga segir að afköstin hafi verið góð í þessari íbúð.

„En fyrst og fremst höfum við átt yndislegt heimili í góðu hverfi sem hefur haldið vel utan um fjölskylduna og látið okkur líða vel í allri þessari sköpunarvinnu. Megi ævintýrin halda áfram á öðrum stað og yndisleg fjölskylda taka við keflinu í Drápuhlíðinni.“

Um er að ræða 114 fermetra hæð en ásett verð er 68,5 milljónir. Alls eru fjögur svefnherbergi í íbúðinni en hér að neðan má sjá myndir af heimili þeirra.

Skemmtileg eign á góðum stað. 
Opin og falleg stofa. 
Eldhúsið nýuppgert. 
Borðstofan og stofan í einu björtu rými.
Skemmtilegt hjónaherbergi.
Svefnherbergin eru rúmgóð.
Nýuppgert baðherbergi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×