Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:23 Kafarar voru sendir að prammanum til að loka fyrir göt um leið og birti í morgun. Landhelgisgæslan Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. Fóðurprammi Laxa fiskeldis sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri um helgina en innanborðs eru þrjú hundruð tonn af laxafóðri og, það sem er öllu verra, tíu þúsund lítrar af dísilolíu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, sat fund með viðbragðsaðilum í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir verkefni dagsins. „Nú er teymi kafara að fara út að prammanum og í dag leggjum við alla áherslu á það að kafað verði að prammanum og aðstæður metnar. Lokað verður fyrir öll möguleg göt þar sem olía gæti lekið út, þannig að það er verkefni dagsins.“ Jens sagðist aðspurður ekki vita til þess að olía hefði leið úr prammanum hingað til. „Starfsfólkið var að vinna á stöðinni í gær og þar sem pramminn liggur og það varð ekki vart við neina olíu eða neinn leka, þannig að það var þá ekki sjáanlegt að minnsta kosti.“ En er mikil hætta á ferðum? „Nei eins og pramminn er hannaður og útbúinn er ekki mikil hætta á því en við viljum bara vera algjörlega með það á hreinu að það sé lokað fyrir öll möguleg op þar sem olía gæti mögulega lekið út.“ Ekki sé vitað hvenær hægt verði að hífa prammann aftur upp. „Nú eru kafararnir bara að fara að sjá hvernig hann liggur og hvernig staðan er. Hann í rauninni liggur núna þannig að hann stendur með trýnið niður og upp á rönd og það er bara verið að meta aðstæður og þá í framhaldinu, í samráði við þá viðbragðsaðila og tryggingarnar, verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti við förum þá í fasa tvö að ná prammanum upp.“ Umhverfismál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Fóðurprammi Laxa fiskeldis sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri um helgina en innanborðs eru þrjú hundruð tonn af laxafóðri og, það sem er öllu verra, tíu þúsund lítrar af dísilolíu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, sat fund með viðbragðsaðilum í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir verkefni dagsins. „Nú er teymi kafara að fara út að prammanum og í dag leggjum við alla áherslu á það að kafað verði að prammanum og aðstæður metnar. Lokað verður fyrir öll möguleg göt þar sem olía gæti lekið út, þannig að það er verkefni dagsins.“ Jens sagðist aðspurður ekki vita til þess að olía hefði leið úr prammanum hingað til. „Starfsfólkið var að vinna á stöðinni í gær og þar sem pramminn liggur og það varð ekki vart við neina olíu eða neinn leka, þannig að það var þá ekki sjáanlegt að minnsta kosti.“ En er mikil hætta á ferðum? „Nei eins og pramminn er hannaður og útbúinn er ekki mikil hætta á því en við viljum bara vera algjörlega með það á hreinu að það sé lokað fyrir öll möguleg op þar sem olía gæti mögulega lekið út.“ Ekki sé vitað hvenær hægt verði að hífa prammann aftur upp. „Nú eru kafararnir bara að fara að sjá hvernig hann liggur og hvernig staðan er. Hann í rauninni liggur núna þannig að hann stendur með trýnið niður og upp á rönd og það er bara verið að meta aðstæður og þá í framhaldinu, í samráði við þá viðbragðsaðila og tryggingarnar, verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti við förum þá í fasa tvö að ná prammanum upp.“
Umhverfismál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00
Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30
Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49