Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:23 Kafarar voru sendir að prammanum til að loka fyrir göt um leið og birti í morgun. Landhelgisgæslan Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. Fóðurprammi Laxa fiskeldis sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri um helgina en innanborðs eru þrjú hundruð tonn af laxafóðri og, það sem er öllu verra, tíu þúsund lítrar af dísilolíu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, sat fund með viðbragðsaðilum í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir verkefni dagsins. „Nú er teymi kafara að fara út að prammanum og í dag leggjum við alla áherslu á það að kafað verði að prammanum og aðstæður metnar. Lokað verður fyrir öll möguleg göt þar sem olía gæti lekið út, þannig að það er verkefni dagsins.“ Jens sagðist aðspurður ekki vita til þess að olía hefði leið úr prammanum hingað til. „Starfsfólkið var að vinna á stöðinni í gær og þar sem pramminn liggur og það varð ekki vart við neina olíu eða neinn leka, þannig að það var þá ekki sjáanlegt að minnsta kosti.“ En er mikil hætta á ferðum? „Nei eins og pramminn er hannaður og útbúinn er ekki mikil hætta á því en við viljum bara vera algjörlega með það á hreinu að það sé lokað fyrir öll möguleg op þar sem olía gæti mögulega lekið út.“ Ekki sé vitað hvenær hægt verði að hífa prammann aftur upp. „Nú eru kafararnir bara að fara að sjá hvernig hann liggur og hvernig staðan er. Hann í rauninni liggur núna þannig að hann stendur með trýnið niður og upp á rönd og það er bara verið að meta aðstæður og þá í framhaldinu, í samráði við þá viðbragðsaðila og tryggingarnar, verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti við förum þá í fasa tvö að ná prammanum upp.“ Umhverfismál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Fóðurprammi Laxa fiskeldis sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri um helgina en innanborðs eru þrjú hundruð tonn af laxafóðri og, það sem er öllu verra, tíu þúsund lítrar af dísilolíu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, sat fund með viðbragðsaðilum í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir verkefni dagsins. „Nú er teymi kafara að fara út að prammanum og í dag leggjum við alla áherslu á það að kafað verði að prammanum og aðstæður metnar. Lokað verður fyrir öll möguleg göt þar sem olía gæti lekið út, þannig að það er verkefni dagsins.“ Jens sagðist aðspurður ekki vita til þess að olía hefði leið úr prammanum hingað til. „Starfsfólkið var að vinna á stöðinni í gær og þar sem pramminn liggur og það varð ekki vart við neina olíu eða neinn leka, þannig að það var þá ekki sjáanlegt að minnsta kosti.“ En er mikil hætta á ferðum? „Nei eins og pramminn er hannaður og útbúinn er ekki mikil hætta á því en við viljum bara vera algjörlega með það á hreinu að það sé lokað fyrir öll möguleg op þar sem olía gæti mögulega lekið út.“ Ekki sé vitað hvenær hægt verði að hífa prammann aftur upp. „Nú eru kafararnir bara að fara að sjá hvernig hann liggur og hvernig staðan er. Hann í rauninni liggur núna þannig að hann stendur með trýnið niður og upp á rönd og það er bara verið að meta aðstæður og þá í framhaldinu, í samráði við þá viðbragðsaðila og tryggingarnar, verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti við förum þá í fasa tvö að ná prammanum upp.“
Umhverfismál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00
Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30
Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49