Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:30 Fóðurpramminn marraði í hálfu kafi þegar áhöfn Landhelgisgæslunnar kom að í gærkvöldi. Hann sökk svo í nótt. Landhelgisgæslan Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði, en skipið var í nágrenninu. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og maraði í kafi. Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum var gert viðvart en um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið.Vísir „Það var mikið frost og vindhraði tugir metra á sekúntu í gær. Það sem virðist hafa gerst er að það fer ísing á prammann og hann fer að halla og það fer sjór inní hann. Það voru krefjandi aðstæður þannig að við komumst ekki út strax en létum alla viðbragðsaðila vita af málinu. Varðskipið Þór var í nágrenninu og komu fljótt á staðinn. Það var þó lítið hægt að gera og pramminn sökk um klukkan hálf fjögur í nótt,“ segir Jens. Í prammanum eru um tíu þúsund lítrar af díselolíu og segir Jens nú kapp lagt á að koma í veg fyrir að olían fari í sjóinn. „Viðbragðsaðilar eru Fjarðabyggðahafnir, slökkvilið og Landhelgisgæslan og aðilar þaðan komu á svæðið í morgun með búnað ef olía fer að leka út í sjó,“ segir Jens. Jens segir þetta gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið en pramminn sér um að fóðra um 16 fiskeldissjókvíar á svæðinu. „Fóðurbyssur verða í framhaldinu notaðar til að fóðra fiskinn, segir Jens. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru kafarar frá Köfunarþjónustunni á leið til Reyðarfjarðar til að meta hvernig hægt verður að koma prammanum á flot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lægði í morgun á svæðinu en búist er við öðrum hvelli klukkan tvö í dag. Umhverfismál Fiskeldi Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði, en skipið var í nágrenninu. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og maraði í kafi. Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum var gert viðvart en um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið.Vísir „Það var mikið frost og vindhraði tugir metra á sekúntu í gær. Það sem virðist hafa gerst er að það fer ísing á prammann og hann fer að halla og það fer sjór inní hann. Það voru krefjandi aðstæður þannig að við komumst ekki út strax en létum alla viðbragðsaðila vita af málinu. Varðskipið Þór var í nágrenninu og komu fljótt á staðinn. Það var þó lítið hægt að gera og pramminn sökk um klukkan hálf fjögur í nótt,“ segir Jens. Í prammanum eru um tíu þúsund lítrar af díselolíu og segir Jens nú kapp lagt á að koma í veg fyrir að olían fari í sjóinn. „Viðbragðsaðilar eru Fjarðabyggðahafnir, slökkvilið og Landhelgisgæslan og aðilar þaðan komu á svæðið í morgun með búnað ef olía fer að leka út í sjó,“ segir Jens. Jens segir þetta gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið en pramminn sér um að fóðra um 16 fiskeldissjókvíar á svæðinu. „Fóðurbyssur verða í framhaldinu notaðar til að fóðra fiskinn, segir Jens. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru kafarar frá Köfunarþjónustunni á leið til Reyðarfjarðar til að meta hvernig hægt verður að koma prammanum á flot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lægði í morgun á svæðinu en búist er við öðrum hvelli klukkan tvö í dag.
Umhverfismál Fiskeldi Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira