Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:30 Fóðurpramminn marraði í hálfu kafi þegar áhöfn Landhelgisgæslunnar kom að í gærkvöldi. Hann sökk svo í nótt. Landhelgisgæslan Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði, en skipið var í nágrenninu. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og maraði í kafi. Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum var gert viðvart en um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið.Vísir „Það var mikið frost og vindhraði tugir metra á sekúntu í gær. Það sem virðist hafa gerst er að það fer ísing á prammann og hann fer að halla og það fer sjór inní hann. Það voru krefjandi aðstæður þannig að við komumst ekki út strax en létum alla viðbragðsaðila vita af málinu. Varðskipið Þór var í nágrenninu og komu fljótt á staðinn. Það var þó lítið hægt að gera og pramminn sökk um klukkan hálf fjögur í nótt,“ segir Jens. Í prammanum eru um tíu þúsund lítrar af díselolíu og segir Jens nú kapp lagt á að koma í veg fyrir að olían fari í sjóinn. „Viðbragðsaðilar eru Fjarðabyggðahafnir, slökkvilið og Landhelgisgæslan og aðilar þaðan komu á svæðið í morgun með búnað ef olía fer að leka út í sjó,“ segir Jens. Jens segir þetta gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið en pramminn sér um að fóðra um 16 fiskeldissjókvíar á svæðinu. „Fóðurbyssur verða í framhaldinu notaðar til að fóðra fiskinn, segir Jens. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru kafarar frá Köfunarþjónustunni á leið til Reyðarfjarðar til að meta hvernig hægt verður að koma prammanum á flot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lægði í morgun á svæðinu en búist er við öðrum hvelli klukkan tvö í dag. Umhverfismál Fiskeldi Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út í gærkvöldi þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði, en skipið var í nágrenninu. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og maraði í kafi. Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum var gert viðvart en um tíu þúsund lítrar af díselolíu eru um borð. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis segir að aftakaveður hafi verið á svæðinu í gær sem skýri óhappið.Vísir „Það var mikið frost og vindhraði tugir metra á sekúntu í gær. Það sem virðist hafa gerst er að það fer ísing á prammann og hann fer að halla og það fer sjór inní hann. Það voru krefjandi aðstæður þannig að við komumst ekki út strax en létum alla viðbragðsaðila vita af málinu. Varðskipið Þór var í nágrenninu og komu fljótt á staðinn. Það var þó lítið hægt að gera og pramminn sökk um klukkan hálf fjögur í nótt,“ segir Jens. Í prammanum eru um tíu þúsund lítrar af díselolíu og segir Jens nú kapp lagt á að koma í veg fyrir að olían fari í sjóinn. „Viðbragðsaðilar eru Fjarðabyggðahafnir, slökkvilið og Landhelgisgæslan og aðilar þaðan komu á svæðið í morgun með búnað ef olía fer að leka út í sjó,“ segir Jens. Jens segir þetta gríðarlegt tjón fyrir fyrirtækið en pramminn sér um að fóðra um 16 fiskeldissjókvíar á svæðinu. „Fóðurbyssur verða í framhaldinu notaðar til að fóðra fiskinn, segir Jens. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru kafarar frá Köfunarþjónustunni á leið til Reyðarfjarðar til að meta hvernig hægt verður að koma prammanum á flot. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lægði í morgun á svæðinu en búist er við öðrum hvelli klukkan tvö í dag.
Umhverfismál Fiskeldi Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira