Telur það gott skref ef hluti Íslandsbanka yrði gefinn þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 15:06 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það yrði gott skref ef hluti eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka yrði afhentur almenningi landsins. Til stendur að selja hlut íslenska ríkisins í bankanum, þannig að meirihluti eða mögulega allir hlutir ríkisins í Íslandsbanka verði seldir á hlutabréfamarkaði. Til að byrja með verður allt að 25 prósenta hluti ríkisins í bankanum seldur og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagt að ákjósanlegt væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi ársins. „Við viljum fara lengra og ég held að það sé mjög gott í þessu árferði þegar margir eiga um sárt að binda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og það sér ekki fyrir endann á honum. Það sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segist vilja sjá að meðfram sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði hluta þess dreift til almennings. „Ég held að það gæti bæði styrkt stöðuna fyrir söluna og ég held að þetta verði í mörgu tilliti, frá margvíslegu sjónarhorni gott. Almenningur verður þarna virkur á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaðurinn fær á sama tíma innspýtingu,“ segir Sigríður. Telur að gjöfin gæti leitt til meiri auðsöfnunar á færri höndum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segist ósammála Sigríði. Hún segir ýmis lagaákvæði sem ráði gegn þessu og svo sé mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að horfa á það að þeir sem hafi áhuga á því eigi að fjárfesta og við eigum að fá verð sem skiptir máli, líka fyrir þessi 25 prósent,“ segir Bjarkey. „Ég hef áhyggjur af því að auðsöfnun gæti verið á enn færri höndum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Bjarkey. Hún bendir á það að ef 25 prósenta hlut í bankanum yrði skipt niður á alla Íslendinga hefði hver og einn engin áhrif og völd í umsýslu bankans. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15 Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Til stendur að selja hlut íslenska ríkisins í bankanum, þannig að meirihluti eða mögulega allir hlutir ríkisins í Íslandsbanka verði seldir á hlutabréfamarkaði. Til að byrja með verður allt að 25 prósenta hluti ríkisins í bankanum seldur og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagt að ákjósanlegt væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi ársins. „Við viljum fara lengra og ég held að það sé mjög gott í þessu árferði þegar margir eiga um sárt að binda í kjölfar kórónuveirufaraldursins og það sér ekki fyrir endann á honum. Það sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segist vilja sjá að meðfram sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði hluta þess dreift til almennings. „Ég held að það gæti bæði styrkt stöðuna fyrir söluna og ég held að þetta verði í mörgu tilliti, frá margvíslegu sjónarhorni gott. Almenningur verður þarna virkur á hlutabréfamarkaði og hlutabréfamarkaðurinn fær á sama tíma innspýtingu,“ segir Sigríður. Telur að gjöfin gæti leitt til meiri auðsöfnunar á færri höndum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segist ósammála Sigríði. Hún segir ýmis lagaákvæði sem ráði gegn þessu og svo sé mörgum spurningum ósvarað um þessi mál. „Ég held að við eigum fyrst og fremst að horfa á það að þeir sem hafi áhuga á því eigi að fjárfesta og við eigum að fá verð sem skiptir máli, líka fyrir þessi 25 prósent,“ segir Bjarkey. „Ég hef áhyggjur af því að auðsöfnun gæti verið á enn færri höndum með þessu fyrirkomulagi,“ segir Bjarkey. Hún bendir á það að ef 25 prósenta hlut í bankanum yrði skipt niður á alla Íslendinga hefði hver og einn engin áhrif og völd í umsýslu bankans. Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15 Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01 Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Fellst á tillöguna um að hefja söluferli Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að undirbúningur verði hafinn að söluferli Íslandsbanka. Stefnt er að því að selja allt að 25 prósenta hlut ríkisins í bankanum í fyrstu og stærri hluta síðar. 22. desember 2020 18:15
Að búa í haginn Ríkisstjórnin hefur með skipulegum hætti verið að veikja afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi. 6. janúar 2021 13:01
Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. 18. desember 2020 12:10