Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2020 12:10 Bankasýsla ríkisins hefur á ný mælst til þess að fjármálaráðherra hefji söluferli Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra var lagt til að eignarhlutur í Íslandsbanka verði auglýstur til sölu að ákjósanlegast væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi næsta árs. Bankinn verði skráður á markað í kjölfar útboðs. Bankasýslan lagði fram sambærilega tillögu í vor en hún var dregin til baka vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjarni var að loknum ríkisstjórnarfundi spurður út í tillöguna en hún var rædd á fundinum. „Mér líst ágætlega á hana. Við höfum haft það svo sem á prjónunum frá því ríkisstjórnin var mynduð að draga úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu. Hann er sá mesti í Evrópu. Ekkert annað þjóðríki á jafn stóran hlut í sínu fjármálakerfi og íslenska ríkið og ég held að aðstæður hafi verið að þróast vel á þessu ári eða frá því Bankasýslan féll frá því að leggja þetta til vegna Covid faraldursins þá hefur ýmislegt gerst, íslenska hlutabréfavísitalan hefur farið upp um 50%, bankar í Evrópu hafa verið að hækka um rúmlega 30%.“ Það sé fjölmargt sem mæli með skráningu bankans á markað á þessum tímapunkti. „Ég held að það sé líka mikilvægt í öðru samhengi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, bæði vegna áhættu og eins til að tryggja eðlilega samkeppni og fjölbreyttara eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og að lokum þá kemur það sé vel fyrir ríkissjóð við þessar aðstæður, hér er banki sem er með um hundrað og áttatíu milljarða í eigið fé.“ Hann telji að söluandvirðið sé í kringum 140 milljarða miðað við markaðsvirði annarra banka. „Það á svo sem eftir að skýrast allt saman í þessu ferli sem verður þá lagt af stað með núna.“ Aðspurður sagði Bjarni að ekki væri tímabært að úttala sig um stærð þess eignarhlutar sem hann vill selja en á fyrri stigum hafi verið horft til um fjórðungshlutar. Á lengra tímabili sjái Bjarni þó fyrir sér að ríkið losi um allan sinn hlut. „Ég held að það séu góðar líkur á að þetta geti tekist með ágætum stuðningi. Og ég held að það sé stuðningur við það líka í samfélaginu að ríkið eigi ekki að vera leiðandi eigandi að stóru fyrirtækjunum í fjármalarekstri á Íslandi.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra var lagt til að eignarhlutur í Íslandsbanka verði auglýstur til sölu að ákjósanlegast væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi næsta árs. Bankinn verði skráður á markað í kjölfar útboðs. Bankasýslan lagði fram sambærilega tillögu í vor en hún var dregin til baka vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjarni var að loknum ríkisstjórnarfundi spurður út í tillöguna en hún var rædd á fundinum. „Mér líst ágætlega á hana. Við höfum haft það svo sem á prjónunum frá því ríkisstjórnin var mynduð að draga úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu. Hann er sá mesti í Evrópu. Ekkert annað þjóðríki á jafn stóran hlut í sínu fjármálakerfi og íslenska ríkið og ég held að aðstæður hafi verið að þróast vel á þessu ári eða frá því Bankasýslan féll frá því að leggja þetta til vegna Covid faraldursins þá hefur ýmislegt gerst, íslenska hlutabréfavísitalan hefur farið upp um 50%, bankar í Evrópu hafa verið að hækka um rúmlega 30%.“ Það sé fjölmargt sem mæli með skráningu bankans á markað á þessum tímapunkti. „Ég held að það sé líka mikilvægt í öðru samhengi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, bæði vegna áhættu og eins til að tryggja eðlilega samkeppni og fjölbreyttara eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og að lokum þá kemur það sé vel fyrir ríkissjóð við þessar aðstæður, hér er banki sem er með um hundrað og áttatíu milljarða í eigið fé.“ Hann telji að söluandvirðið sé í kringum 140 milljarða miðað við markaðsvirði annarra banka. „Það á svo sem eftir að skýrast allt saman í þessu ferli sem verður þá lagt af stað með núna.“ Aðspurður sagði Bjarni að ekki væri tímabært að úttala sig um stærð þess eignarhlutar sem hann vill selja en á fyrri stigum hafi verið horft til um fjórðungshlutar. Á lengra tímabili sjái Bjarni þó fyrir sér að ríkið losi um allan sinn hlut. „Ég held að það séu góðar líkur á að þetta geti tekist með ágætum stuðningi. Og ég held að það sé stuðningur við það líka í samfélaginu að ríkið eigi ekki að vera leiðandi eigandi að stóru fyrirtækjunum í fjármalarekstri á Íslandi.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira