Innlent

Réðust á og rændu skutlara

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar áverka.
Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar áverka. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja aðila sem grunaðir eru um að hafa ráðist á og rænt svokallaðan skutlara í Hafnarfirði í nótt.

Viðkomandi slasaðist lítillega og tvímenningarnir hafðu á brott með sér óverulega upphæð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna áverkanna sem hann hlaut.

Málið er í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.