Innlent

Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Guðbrandur segir skjólstæðinga sína eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir verulegu andlegu áfalli vegna brunans.
Guðbrandur segir skjólstæðinga sína eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir verulegu andlegu áfalli vegna brunans. Vísir/Egill

Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk.

„Ég get staðfest að ég hef lagt fram kyrrsetningarbeiðni og krafist kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú til tryggingar skaðabótakrafna fyrir hönd umbjóðenda mína sem eru samtals sautján talsins,“ sagði Guðbrandur Jóhannesson, lögmaður fólksins.

Hvers vegna er þetta gert? Eru einhver teikn á lofti um að verið sé að fara að selja húsið?

„Já meðal annars. Mér skilst að það sé komið samþykkt kauptilboð í Bræðraborgarstíg eitt og þrjú en sér í lagi með vísan til afdráttarlausrar niðurstöðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem ábyrgð húseigenda er mikil.“

Fram hefur komið að bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna. 

„Eins og sakir standa í dag þá liggur fyrir matsgerð og þar er hann metinn ósakhæfur og það þýðir með öðrum orðum að þeir umbjóðendur mínir sem hafa orðið fyrir líkamstjóni þeir eiga ekki skaðabótarétt gagnvart ákærða,“ sagði Guðbrandur.

Hvernig líður umbjóðendum þínum í dag?

„Þau hafa verið margir þannig það er margbreytilegt hvernig hverjum og einum líður en þau eru öll enn í áfalli og margir hafa orðið fyrir varanlegu tjóni,“ sagði Guðbrandur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.