Lífið

Kántríbærinn á sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um fjögur hundruð fermetra eign á Skagaströnd. 
Um fjögur hundruð fermetra eign á Skagaströnd. 

Hólanesvegur 11 á Skagaströnd er á sölu en húsnæðið er betur þekkt sem Kantríbærinn.

Tónlistarmaðurinn Hallbjörn Hjartarson var áður með rekstur í húsinu. Árið 2014 var Hallbjörn dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum.

Lovísa Skarphéðinsdóttir auglýsir húsið til sölu á Facebook-síðunni Brask og brall og óskar eftir tilboði.

Hólanesvegur 11 er skráð sem veitingahús en eins og Lovísa bendir á er hægt að breyta húsnæðinu í gistihús eða veitingahús.

Um er að ræða einbýlishús og 120 fermetra bílskúr. Öll eignin er um 400 fermetrar. Óskað er eftir tilboði.

Inni á Facebook-síðunni Brask og brall má sjá myndir af eigninni og það hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.