Innlent

Hallbjörn dæmdur í þriggja ára fangelsi

Hallbjörn Hjartarson vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hans.
Hallbjörn Hjartarson vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hans.
Hallbjörn Hjartarson tónlistar- og veitingarmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Vestra í dag fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Rúv greindi frá þessu í dag. 

Hallbjörn vildi ekki tjá sig um dóminn þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hans og sagðist hann ekki hafa verið viðstaddur þegar dómur var upp kveðinn.

Hallbjörn var í upphafi kærður fyrir brot gegn fjórum drengjum en ekki var ákært í tveimur málanna þar sem ekki er talið líklegt að þau myndu leiða til sakfellingar.

Tveir piltar, átján og nítján ára, réðust á Hallbjörn í fyrra. Annar piltanna er barnabarn Hallbjörns. Fram hefur komið að árásin tengist því að Hallbjörn hafi misnotað barnabörn sín kynferðislega. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×