Innlent

Tveir skjálftar um þrír að stærð í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Upptök skjálftanna tveggja voru um 2,5 kílómetrum vestnorðvestur af Krýsuvík.
Upptök skjálftanna tveggja voru um 2,5 kílómetrum vestnorðvestur af Krýsuvík. Veðurstofan

Tveir skjálftar um þrír að stærð urðu vestan við Krýsuvík á Reykjanesskaga í nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir að fyrri skjálftinn hafi orðið klukkan 2:41 og verið 3,1 að stærð. Mínútu síðar hafi svo komið annar skjálfti, sá 3,0 að stærð.

Upptök skjálftanna tveggja voru um 2,5 kílómetrum vestnorðvestur af Krýsuvík.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.