Innlent

Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Glerárskóla

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Eins og sjá má var töluverður eldur í Glerárskóla í kvöld og viðbúnaður mikill.
Eins og sjá má var töluverður eldur í Glerárskóla í kvöld og viðbúnaður mikill. Kaffid.is/Jónatan Friðriksson

Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á Akureyri hefur verið kallað út vegna elds í Glerárskóla á Akureyri. Þetta staðfestir Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri í samtali við Vísi.

„Það er búið að kalla út allt tiltækt lið á Akureyri,“ segir Ólafur sem sjálfur var á leið á vettvang þegar fréttastofa náði af honum tali. „Vaktin er á staðnum og búið að kalla út allar frívaktir og það er mikill eldur.“

Uppfært klukkan 23:57

Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Ekki liggja fyrir upplýsingar um eldsupptök en rafmagn fór af í hluta bæjarins sem rekja má til eldsins sem upp kom í Glerárskóla. 

Jónatan Friðriksson tók myndina að ofan en fleiri myndir má sjá á vef Kaffid.is. Fleiri myndir frá brunanum má einnig sjá hér að neðan.

Eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri í kvöld.Vísir/Tryggvi Páll



Allt tiltækt slökkvilið var kallað til.Vísir/Tryggvi Páll
Vísir/Tryggvi
Aðgerðir á vettvangi brunans.Vísir/Tryggvi Páll



Fréttinn hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×