Innlent

Fyrstu smitin á Norðurlandi eystra í tæpan mánuð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Annar hinna smituðu er búsettur á Húsavík.
Annar hinna smituðu er búsettur á Húsavík. Vísir/vilhelm

Tveir eru nú með virka kórónuveirusýkingu á Norðurlandi eystra en fjórðungurinn hefur verið veirulaus síðan 12. desember. Þeir smituðu greindust við landamæraskimun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Samkvæmt tilkynningu er annar hinna smituðu búsettur á Húsavík og hinn í Skútustaðahreppi. Þá eru tveir í sóttkví í fjórðungnum, einn á Húsavík og einn á Akureyri, og tengjast báðir smituðum á landamærum.

Lögregla hvetur alla til að sinna áfram persónulegum sóttvörnum og fylgja sóttvarnareglum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×