Lífið

Þorsteinn J selur íbúðina í Bryggjuhverfinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg eign í Grafavoginum. 
Skemmtileg eign í Grafavoginum. 

Sjónvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur sett íbúð sína við Tangabryggju í Bryggjuherfinu á sölu.

Um er að ræða 111 fermetra fjögurra herbergja íbúð á fallegum stað í Reykjavík. Mbl.is greinir fyrst frá.

Fasteignamat eignarinnar er 49,7 milljónir en ásett verð 57,7 milljónir.

Húsið var byggt árið 2018 og er endaíbúð á þriðju hæð.

Alls eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni og fallegt óhindrað útsýni yfir voginn og til fjalla.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Fallegt fjölbýlishús.
Einstaklega fallegt útsýni.
Smekklegt baðherbergi.
Stór og björt stofa. 
Stofan og eldhúsið í einu samliggjandi rými.
Eldhúsið er vel skipulagt. Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.