„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2021 20:00 Margir framhaldsskólanemar mættu aftur í skólann í dag í fyrsta sinn síðan í október. Nemendur í Verzlunarskóla Íslands voru sáttir með að vera mættir í skólann á nýju ári. Vísir/Egill Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu." Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu."
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26