Innlent

„Hugsan­lega ein al­var­leg“ til­kynning um auka­verkanir vegna bólu­setningar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan

Sjö tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni hafa borist Lyfjastofnun Íslands, þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Bólusetning við kórónuveirunni með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófst 29. desember hér á landi. 

Alma kvaðst hafa kannað tilkynningar um aukaverkanir hjá Lyfjastofnun Íslands í morgun. Þangað hefðu komið sjö tilkynningar og þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Algjörlega óljóst væri þó um orsakasamband í því tilfelli vegna undirliggjandi sjúkdóma. Fréttastofa hefur sent Lyfjastofnun Íslands fyrirspurn vegna málsins. 

Alma sagði mjög mikilvægt að fólk hugsi um mögulegar aukaverkanir af völdum bólusetningarinnar og tilkynni þær. Væg einkenni, þ.e. flensueinkenni, þreyta og höfuðverkur, væru vel þekkt og sjálf kvaðst Alma þekkja nokkra sem fengið hefðu slíkar aukaverkanir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði marga hafa kvartað undan þessum hefðbundnu bólusetningaraukaverkunum; þrota á stungustað, hita og beinverkjum.


Tengdar fréttir

Tíu greindust innanlands í gær

Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar.

Bretar hefja bólu­setningar með bólu­efni AstraZene­ca

Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.

Ís­land í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólu­settir

Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.