Innlent

Varað við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu að fara varlega nú í morgunsárið ef marka má viðvörunarorð lögreglunnar vegna hálku.
Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu að fara varlega nú í morgunsárið ef marka má viðvörunarorð lögreglunnar vegna hálku. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum borgarinnar í dagbók sinni í morgun.

Ökumenn og aðrir vegfarendur í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum ættu því að fara varlega nú í morgunsárið á fyrsta almenna vinnudegi nýja ársins.

Í dagbók lögreglu er einnig sagt frá því að upp úr klukkan fimm síðdegis í gær var tilkynnt um eignaspjöll í hverfi 105 í Reykjavík.

Kona sem ekki fékk afgreiðslu á veitingastað braut rúðu eftir að henni hafði verið vísað út. Konan var farin af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Þá var kvartað yfir hávaða frá byggingakrana í Garðabæ laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Þungir dynkir heyrðust þegar vírar slógust í kranabómuna og truflaði það svefn í nærliggjandi húsum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×