Vöknuðu við mikinn hvell og glerbrot um öll gólf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 14:31 Grjótið skildi eftir sig stærðarinnar gat á rúðunni. Mynd/Haukur Már Haukur Már Haraldsson, íbúi í Víkurhverfi í Grafarvogi og eiginkona hans, vöknuðu upp af værum svefni í nótt við mikinn hvell. Einhver hafði kastað grjóthnullungi í gegn um rúðuna í stofuglugganum á íbúð þeirra sem er á annarri hæð. Haukur greinir frá þessari miður skemmtilegu lífsreynslu á Facebook í dag en í samtali við Vísi segist hann ekki hafa minnsta grun um hver kunni að hafa verið að verki. „Ekki nokkurn grun. Hér er sko ekki nein óvinátta við einn eða neinn,“ segir Haukur. „Við vöknuðum hjónin við sprengingu um hálf fjögur leytið og ég var nú reyndar ekki með heyrnartækin en það var frúin, hún heyrði glerbrot hrynja. Við héldum að það hefði bara mynd dottið af vegg eða eitthvað svoleiðis en svo þegar ég fór fram þá var stórefnis gat á rúðunni, glerbrot um öll gólf og leifar af nokkrum smásteinum á gólfinu líka,“ útskýrir Haukur. Grjótið virðist hafa brotnað þegar hnullungurinn var kominn inn um rúðuna.Mynd/Haukur Már „Það er engu líkara en að þeir hafi hent stóru grjóti sem hefur síðan brotnað þegar það kom inn,“ segir Haukur. Þau hringdu strax á lögregluna sem kom í hvelli og kallaði til smið sem kom og lokaði glugganum með viðarplötu. „Það hefur tekið langan tíma að ryksuga og sópa það sem var á gólfinu,“ segir Haukur en glerbrot úr brotinni rúðunni dreifðust út um allt gólf líkt og sjá má að meðfylgjandi myndum. Haukur segir ljóst að grjótinu hafi verið kastað af miklum krafti. „Ég er alveg hissa á því hvernig hefur verið hægt að gera þetta í raun og veru. Því við erum á annarri hæð og það helvíti mikið afl til að gera þetta. Þetta er enginn krakkaskratti sem gerir þetta,“ segir Haukur sem ber sig nokkuð vel þrátt fyrir þessa leiðinlegu lífsreynslu. Kertastjakinn hafði oltið um koll og glerbrot voru um öll gólf.Mynd/Haukur Már Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Haukur greinir frá þessari miður skemmtilegu lífsreynslu á Facebook í dag en í samtali við Vísi segist hann ekki hafa minnsta grun um hver kunni að hafa verið að verki. „Ekki nokkurn grun. Hér er sko ekki nein óvinátta við einn eða neinn,“ segir Haukur. „Við vöknuðum hjónin við sprengingu um hálf fjögur leytið og ég var nú reyndar ekki með heyrnartækin en það var frúin, hún heyrði glerbrot hrynja. Við héldum að það hefði bara mynd dottið af vegg eða eitthvað svoleiðis en svo þegar ég fór fram þá var stórefnis gat á rúðunni, glerbrot um öll gólf og leifar af nokkrum smásteinum á gólfinu líka,“ útskýrir Haukur. Grjótið virðist hafa brotnað þegar hnullungurinn var kominn inn um rúðuna.Mynd/Haukur Már „Það er engu líkara en að þeir hafi hent stóru grjóti sem hefur síðan brotnað þegar það kom inn,“ segir Haukur. Þau hringdu strax á lögregluna sem kom í hvelli og kallaði til smið sem kom og lokaði glugganum með viðarplötu. „Það hefur tekið langan tíma að ryksuga og sópa það sem var á gólfinu,“ segir Haukur en glerbrot úr brotinni rúðunni dreifðust út um allt gólf líkt og sjá má að meðfylgjandi myndum. Haukur segir ljóst að grjótinu hafi verið kastað af miklum krafti. „Ég er alveg hissa á því hvernig hefur verið hægt að gera þetta í raun og veru. Því við erum á annarri hæð og það helvíti mikið afl til að gera þetta. Þetta er enginn krakkaskratti sem gerir þetta,“ segir Haukur sem ber sig nokkuð vel þrátt fyrir þessa leiðinlegu lífsreynslu. Kertastjakinn hafði oltið um koll og glerbrot voru um öll gólf.Mynd/Haukur Már
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira