Innlent

Fargjald í Strætó hækkar í dag en börn fá frítt

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Börn ellefu ára og yngri fá frítt í Strætó frá og með deginum í dag.
Börn ellefu ára og yngri fá frítt í Strætó frá og með deginum í dag. Vísir/Vilhelm

Frá og með deginum í dag fá börn, sem eru ellefu ára eða yngri, frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti hækkar almenn gjaldskrá Strætó á sama tíma um að meðaltali 2,6% að meðaltali.

Þannig hækkar almennt fargjald um tíu krónur, úr 480 í 490 krónur í dag. Staðgreiðslufargjald sem veitir afslátt fyrir ungmenni, eldri borgara og öryrkja hækkaði einnig um fimm krónur, eða upp í 245 krónur.

„Til að byrja með, verður börnum sem eru 11 ára og yngri hleypt um borð vagnana án fargjalds. Þegar „Klapp“, nýja greiðslukerfi Strætó verður innleitt þá þurfa öll börn að vera með sérstakt kort eða app sem verður skannað um borð í vagninum. Strætó auglýsir síðar hvernig hægt verður að sækja um slíka greiðslumiðla. Áætlað er að nýja greiðslukerfið verði tekið í notkun í apríl 2021,“ segir í tilkynningu frá Strætó.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×