Lífið

Ásgeir og Helga trúlofuðu sig við Dynjanda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ásgeir var skipaður Seðlabankastjóri 2019. Hann og Helga hafa verið par síðan árið þar áður.
Ásgeir var skipaður Seðlabankastjóri 2019. Hann og Helga hafa verið par síðan árið þar áður. Vísir/vilhelm

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Helga Viðarsdóttir viðskiptafræðingur trúlofuðu sig í dag. Frá þessu greina þau í uppfærslum á Facebook.

„Á Vestfjörðum á fyrri tíð - kvað fólk hringdansa á áramótum. Og eitt gamalt danskvæði hljómaði fyrir okkur Helgu við fossinn Dynjanda í dag - þar sem við sem settum upp hringa,“ skrifar Ásgeir á Facebook í kvöld og deilir danskvæðinu, ásamt mynd af þeim Helgu við klakabrynjaðan fossinn.

Á Vestfjörðum á fyrri tíð - kvað fólk hringdansa á áramótum. Og eitt gamalt danskvæði hljómaði fyrir okkur Helgu við...

Posted by Ásgeir Jónsson on Föstudagur, 1. janúar 2021

Ásgeir og Helga byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2018, að því er fram kemur í viðtali Fréttablaðsins við Ásgeir sem birtist 2019. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og hafa búið saman í Laugarneshverfinu um nokkurt skeið.

Ásgeir var skipaður Seðlabankastjóri í ágúst 2019. Helga rekur Spakur Finance sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármögnunar fyrirtækja, aðallega sprota.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.