Kári varð „svolítið feiminn“ þegar hann sá sig í Skaupinu Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. janúar 2021 15:59 Pálmi Gestsson fór með hlutverk Kára í Skaupinu. Vísir/Vilhelm/RÚV/Skjáskot „Pálmi er vinur minn og mér þykir alltaf vænt um að sjá hann. Ég varð svolítið feiminn þegar hann var að herma eftir mér,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann var tekinn fyrir í áramótaskaupinu sem sýnt var í gær á gamlárskvöld venju samkvæmt. Það var leikarinn Pálmi Gestsson sem lék Kára í atriði þar sem söngleiknum Níu líf, um Bubba Morthens, hafið verið snúið á haus og snerist í Skaupinu um Kára og störf hans í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fannst þér hann ná þér vel? „Ég bý við þau forréttinni að þurfa ekki oft að horfa á sjálfan mig og því er ég er ekki í góðri aðstöðu til að meta hvort hann gerði þetta vel eða ekki. Pálmi er þó mikill snillingur þannig ég efast ekki um að hann hafi gert þetta vel,“ segir Kári og bætir við að sér hafi þótt áramótaskaupið ágætt í ár. „Ekkert betra eða verra en þau eru yfirleitt. Skaupið reynir alltaf að gera of mikið. Skaupið sýnir þó mikilvægi þess að hafa þátt eins og gömlu Spaugstofuna á dagskrá. Satíra af þessari gerð er góð fyrir samfélagið,“ segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. „Skaupið var fönní“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var einnig á meðal þeirra sem tekin voru fyrir í Skaupinu og var sérstaklega vísað til þess þegar hún hitti vinkonur sínar og tók með þeim myndir þar sem fjarlægðartakmörk virtust ekki virt. Á Twitter lýsti Þórdís Kolbrún ánægju sinni með Skaupið og sagði það hafa verið fyrir alla fjölskylduna. Skaupið var fönní. Fyrir alla fjölskylduna, horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var #skaupið Gleðilegt nýtt ár 🎆 pic.twitter.com/VCsSKURwoV— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 1, 2021 „Horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Twitter. Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu þó hafa verið vel tekið. Áramótaskaupið Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Það var leikarinn Pálmi Gestsson sem lék Kára í atriði þar sem söngleiknum Níu líf, um Bubba Morthens, hafið verið snúið á haus og snerist í Skaupinu um Kára og störf hans í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fannst þér hann ná þér vel? „Ég bý við þau forréttinni að þurfa ekki oft að horfa á sjálfan mig og því er ég er ekki í góðri aðstöðu til að meta hvort hann gerði þetta vel eða ekki. Pálmi er þó mikill snillingur þannig ég efast ekki um að hann hafi gert þetta vel,“ segir Kári og bætir við að sér hafi þótt áramótaskaupið ágætt í ár. „Ekkert betra eða verra en þau eru yfirleitt. Skaupið reynir alltaf að gera of mikið. Skaupið sýnir þó mikilvægi þess að hafa þátt eins og gömlu Spaugstofuna á dagskrá. Satíra af þessari gerð er góð fyrir samfélagið,“ segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. „Skaupið var fönní“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var einnig á meðal þeirra sem tekin voru fyrir í Skaupinu og var sérstaklega vísað til þess þegar hún hitti vinkonur sínar og tók með þeim myndir þar sem fjarlægðartakmörk virtust ekki virt. Á Twitter lýsti Þórdís Kolbrún ánægju sinni með Skaupið og sagði það hafa verið fyrir alla fjölskylduna. Skaupið var fönní. Fyrir alla fjölskylduna, horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var #skaupið Gleðilegt nýtt ár 🎆 pic.twitter.com/VCsSKURwoV— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 1, 2021 „Horfði með manni, börnum og tengdó. Góðir leikarar og ég held að flestir hafi tengt við covid raunveruleikann og steikina sem árið var,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Twitter. Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu þó hafa verið vel tekið.
Áramótaskaupið Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“