Innlent

Lena dreif sig í heiminn til að vera fyrsta barn ársins

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Lena kom í heiminn 00:24 í nótt. Teresa móðir Lenu sendi fréttastofu þessa fallegu mynd af fyrsta barni ársins. 
Lena kom í heiminn 00:24 í nótt. Teresa móðir Lenu sendi fréttastofu þessa fallegu mynd af fyrsta barni ársins. 

Fyrsta barn ársins hefur verið nefnd Lena. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt.

Foreldrar stúlkunnar eru þau Teresa Gabriela Michnowicz og Krzystof Marek Penszynski. Þau eru frá Póllandi en hafa búið á Íslandi í tíu ár.  Lena vó 3700 grömm og er 52 sentímetrar eða um fimmtán merkur. 

„Þetta var allt saman frekar óvænt upplifun. Eiginlega bara svolítið skrítið,“ segir Teresa sem átti ekki von á því að eignast fyrsta barn ársins. Settur dagur hafi verið eftir nokkra daga. 

Stúlkan er fjórða barn Teresu og segir hún að öllum heilsist vel.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.