Innlent

Nóg að gera hjá björgunar­sveitum á síðasta degi 2020

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá aðgerðum við Stokkseyri í gær.
Frá aðgerðum við Stokkseyri í gær. Landsbjörg

Björgunarsveitir voru kallaðar þrisvar út á síðasta degi ársins 2020, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi brugðust björgunarsveitir við útkalli vegna bíls sem fór niður um vök í Austurfljótunum í Hornafirði. Þar urðu engin slys á fólki en vinna björgunarsveitarfólks fólst í því að koma bílnum upp.

Fyrr um daginn voru björgunarsveitir kallaðar út vegna slasaðrar skíðakonu við Snældukletta við Syðri Hvammsá í Miðfirði. Konan var talsvert verkjuð en björgunarsveitarfólk var fljótt á vettvang og komst að konunni á jeppum og snjóbíl. Konan var flutt af vettvangi í jeppa og henni komið á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga til aðhlynningar innan við klukkutíma eftir að útkallið barst.

Enn fyrr um daginn var björgunarsveit á Eyrarbakka þá kölluð út vegna slasaðrar konu í fjörunni austan við Stokkseyri. Björgunarfólk flutti konuna til móts við sjúkrabíl á sexhjóli og gekk það vel eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×