Segir ferðamenn ekki kvarta undan okri Íslendinga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2016 20:00 Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag líkja erlendir ferðamenn dvölinni á Íslandi við að lenda í greipum fjárkúgara, svo mjög blöskraði þeim hátt verð í þjónustu og verslun. Í nýrri könnun sem sagt er frá á vefnum túristi.is kemur fram að tveggja manna hótelherbergi í Reykjavík sé með þeim dýrustu í Evrópu. Eingöngu sé dýrara í Monte Carlo og Genf. Í kjölfar þessara frétta veltir fólk fyrir sér hvort Íslendingar séu orðnir of gráðugir. „Við erum ekki að upplifa að ferðamenn séu að fara héðan óánægðir, ferðamannapúls er tekinn af Ferðamannastofu, Gallup og Isavia. Við sjáum ekkert fall þar á milli mánaða," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu á Íslandsstofu. Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu eru 95 prósent ferðamanna ánægðir og 90 prósent ætla að koma aftur. Inga Hlín bendir á að þjónusta og verðlag þurfi að fara saman og ríkisstjórn þurfi að huga að gengismálum. En almennt hafi hún ekki áhyggjur af vinsældum Íslands sem áfangastað og telur óánægjusögur heyra til undantekninga. „Ég tel að við séum ekki komin á þennan stað varðandi ímynd og orðspor. Erlendar umfjallanir eru ekki um hátt verðlag. Hún er um góða upplifun og hve margt er í boði. En við þurfum ef til vill að huga að okkar eigin orðspori, hvernig við tölum um landið okkar sem ferðamannaland," segir Inga Hlín. „Auðvitað er alltaf einhver óánægður og fær ekki sínar væntingar uppfylltar. En við þurfum að huga að heildinni, horfa á stóru myndina, ekki grípa þessa einu neikvæðu sögu. Heldur huga að þessu jákvæða og hvað við erum búin að standa okkur frábærlega í ferðaþjónustunni síðustu ár.“En erum við mjög dýr í samanburði við nágrannalöndin, í verslun og þjónustu? „Ísland verður aldrei ódýr áfangastaður, það er bara þannig," svarar Inga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42 Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Gríðarleg fjölgun ferðamanna í nóvember Um 50 þúsund fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember á þessu ári miðað við nóvember í fyrra. 6. desember 2016 11:42
Ferðamannasprengja í vetur: Koma ekki bara fyrir norðurljósin Vetrarferðamenn verða tvöfalt fleiri í ár en í fyrra samkvæmt spá Isavia. Áætla má að erlend kortavelta yfir vetrarmánuðina fari yfir fjörutíu milljarða í ár. Bretar eru stærsti einstaki hópurinn. Margir koma bæði að sumri og vetri. 7. desember 2016 09:45
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Fannst þau eins og á valdi fjárkúgara í langþráðri brúðkaupsferð á Íslandi Þriggja daga Íslandsheimsókn breskra hjóna var að þeirra sögn því líkust að lenda í greipum fjárkúgara. Lítið hafi verið um dýrðir í langþráðri brúðkaupsferð. Þau segjast afar vonsvikin. Þau muni vara ættingja og vini við háu verði. 10. desember 2016 07:15