Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:01 Sorptunnur verða ekki tæmdar á meðan ótímabundið verkfall Eflingarfólks stendur yfir. Vísir/Vilhelm Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni. Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni.
Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira