Fótbolti

FH-baninn Nekhachik í liði Hvít-Rússa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pavel Nekhaychik, til vinstri, í baráttu við Kolbein Sigþórsson í leik BATE Borisov og AZ Alkmaar í Evrópudeild UEFA síðastliðið haust.
Pavel Nekhaychik, til vinstri, í baráttu við Kolbein Sigþórsson í leik BATE Borisov og AZ Alkmaar í Evrópudeild UEFA síðastliðið haust. Nordic Photos / AFP
FH-ingar eiga heldur slæmar minningar frá viðureignum sínum gegn BATE Borisov í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra.

FH tapaði fyrri leiknum sínum í Hvíta-Rússlandi, 5-1, þann 14. júlí í fyrra. Viku síðar mættust liðin á Kaplakrikavelli og vann þá BATE einnig, 1-0.

Pavel Nekhaychik reyndist FH-ingum erfiður, sérstaklega í fyrri leiknum er hann skoraði þrennu.

Hann er í U-21 landsliði Hvíta-Rússlands sem mætir Íslandi á Evrópumeistaramótinu í dag klukkan 16.00.

Hjörtur Logi Valgarðsson var í FH á þessum tíma og tók þátt í báðum þessum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×