Fótbolti

Alfreð: Gleymdum okkur í millisekúndu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Alfreð Finnbogason, leikmaður U-21 liðs Íslands, sagði liði hafa spilað betur en Hvíta-Rússland í Árósum í kvöld.

„Mér fannst við vera með stjórn á leiknum, bæði í vörn og sókn. Við sköpuðum okkur bestu færi leiksins og vorum að komast í góð upphlaup,“ sagði hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Mér fannst þeir ekki vera að gera neitt. Svo gleymdum við okkur í eina millisekúndu, þeir komust inn fyrir og fá víti og rautt.“

„Það var mjög sárt en mér fannst að við hefðum átt að taka aðeins betur á því og berjast betur eftir að við lentum marki undir en það var virkilega erfitt.“

Hann segir að það hafi verið sárt að hafa ekki skorað áður en Hvít-Rússar komust yfir.

„Við fengum þrjú bestu færi leiksins fram að því og sárt að nýta þau ekki. Þannig er bara fótboltinn - ef maður nýtir ekki færin sín þá fær maður það í bakið.“

„Við fengum ekkert úr þessum leik sem er gríðarlega svekkjandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×