Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2020 17:52 Til stendur að selja TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung. Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung.
Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira