Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:09 Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55