Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:09 Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þrjú kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi. Verkefnisstjóri hjá almannavörnum segir heilbrigðisstarfsfólki og almannavörnum bíða ærin verkefni í dag. Enn á eftir að ná í nítján flugfarþega sem voru í flugi Icelandair frá München með konu sem sýktist. Vírusinn hefur nú dregið minnst þrjú þúsund manns til dauða á heimsvísu og minnst áttatíu og átta þúsund eru sýktir. Þrjú smit hafa nú greinst hér á landi. Eitt greindist á föstudag og tvö til viðbótar í gær og eru öll tilfellin rakin til Ítalíu. Kona á fimmtugsaldri greindist með veiruna en hún kom til landsins í gær og flaug með Icelandair í gegnum München í þýskalandi. „Þessi einstaklingur var líka á norðurhluta Ítalíu í skíðaferð eins og fyrri tilfellin en kom heim í gegnum Munchen. Þessar leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út eiga við um alla sem hafa verið á Ítalíu, skiptir ekki máli hvaða leið þeir koma heim,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum. Verkefni dagsins séu ærin. „Áframhald á þessum smitlækningum, ná sambandi vði alla sem voru í þessum flugvélum. Það er ekki ennþá búið að ná sambandi við alla sem voru til dæmis í flugvélinni frá München sem við þurfum að heyra í, það er ennþá verið að heyra í því. Það verða áframhaldandi sýnatökur eins og tilefni er til og svo náttúrulega áframhaldandi upplýsingafundir hjá okkur og fjölmörg verkefni sem við sinnum.“ Enn á eftir að ná sambandi við nítján farþega sem voru í fluginu frá München. Rögnvaldur segir að minnst þrjú hundruð Íslendingar sæti nú sóttkví og að töluvert verði um sýnatökur í dag. Eins á Rögnvaldur von á niðurstöðum úr sýnatökum í dag. Sex starfsmenn Landspítalans sæta sóttkví Starfsmenn Landspítala sem komu frá Ítalíu á laugardag eða síðar verða í heimasóttkví fjórtán daga frá heimkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans. Alls þurfa sex starfsmenn spítalans að fara í sóttkví samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Rögnvaldur segir þetta vissulega setja strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega svolítið áhyggjuefni fyrir okkur en Landlæknir og Landspítalinn eru að vinna að þessu verkefni sérstaklega og gera ráðstafanir út af þessu en þetta vissulega er áhyggjuefni fyrir okkur. Við erum að missa þarna mikilvæga starfsrkafta úr vinnu og í sóttkví.“ Við minnum á upplýsingafund almannavarna og sóttvarnalæknis sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Annað kórónuveirusmit hefur greinst á Íslandi Annað kórónuveirusmit hefur verið staðfest hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu Vísis. 1. mars 2020 17:52
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55